fermingarfræðsla

Fermingarstarf vetrarins

Vefur fyrir fermingarstarf vetrarins í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli er að finna hér.
Kverið er þegar komið inn á netið og hvað á að læra utan að.
 

TTT fellur niður 6. mars

TTT ( tíu til tólf ára starf) fellur niður 6. mars vegna kirkjuþings.  Næsti fundur verður 13. mars.

 

Fundur með foreldrum fermingarbarna verður 10. september

Fundur með foreldrum fermingarbarna verður á þriðjudag, 10. september, í Ólafsvíkurkirkju kl. 20.  Þar sem veðrið er að ganga niður verður fundurinn á óbreyttum tíma.

Vetrarstarfinu að ljúka

Eftir lokahátíð barnastarfsins er sunnudagaskólinn, TTT og barna- og skólakórinn kominn í frí fram á haust.

Æskulýðsstarfið hefst einnig aftur í haust.

Foreldramorgnar héldu sinn síðasta fund í morgunn og verður í sumarfríi fram á haust.

Fermingarfræðslan hefst á þriðjudag

Fyrsti fermingarfræðslutími verður í safnaðarheimili Ólafsvíkurskirkju þriðjudaginn 18. september, eftir skóla. Fermingarkver er hægt að nálgast hjá sóknarpresti. Teknir verða fyrir inngangskafli og kafli um biblíuna.

Uppskeruguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður sunnudaginn 2. september kl. 14 í Brimilsvallakirkju.

Athugið breyttan messutíma!

Eftir guðsþjónustu er stuttur fundur með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra þar sem farið er yfir fermingarstörf vetrarins.

Subscribe to RSS - fermingarfræðsla