Vísitasía biskups Íslands 16.-17. febrúar

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vísiterar söfnuði Ólafsvíkur- og Ingjaldsprestakalli sunnudaginn 16. febrúar og mánudaginn 17. febrúar.
Með í för verður prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, séra Þorbjörn Hlynur Árnason, og biskupsritari, séra Þorvaldur Víðisson.
Dagskrá vísitasíunnar er eftirfarandi:
Sunnudagur 16. febrúar
  • kl. 14 Ólafsvíkurkirkja. Sameiginleg messa og kirkjukaffi.
  • kl. 16 kirkjuskoðun Ólafsvíkurkirkja
  • kl. 17:15 helgistund/kirkjuskoðun Brimilsvallakirkja og -garður
  • kl. 20 sameiginlegur fundur með sóknarnefndum: starf og framtíð
  • kl. 21 helgistund/kirkjuskoðun Ingjaldshólskirkja + -garður
Mánudagur 17. febrúar.
  • kl. 10 Grunnskólinn Ólafsvík
  • kl. 11 Dvalarheimilið Jaðar – heimsókn/helgistund
  • kl. 13 Grunnskólinn Hellissandi
  • kl. 14 Kirkjugarður og kapella Ólafsvík
  • kl. 15 Fundur með fulltrúum bæjarstjórnar Hellissandi
Allir eru velkomnir í messuna
Kirkjukaffi eftir messu.
Gestir:317 Gestir í dag: 6 Gestir í allt: 416605