Bænadagur að vetri í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 5. febrúar kl. 11. 

6. (síðasti) sunnudagur eftir þrettánda – Ummyndun.  Bænadagur að vetri.

Litur: Hvítur.
Textaröð: B
Lexía: Slm 89.2-9
Um náðarverk Drottins vil ég syngja að eilífu
og kunngjöra trúfesti þína með munni mínum frá kyni til kyns.
Því að ég segi: Náð þín er traust að eilífu,
trúfesti þín grundvölluð á himni.
Ég gerði sáttmála við minn útvalda,
vann Davíð þjóni mínum eið:
Ég mun festa ætt þína í sessi að eilífu
og hásæti þitt reisi ég frá kyni til kyns. (Sela)
Himnarnir lofa dásemdarverk þín, Drottinn,
og söfnuður heilagra trúfesti þína.
Því að hver er í upphæðum jafn Drottni
og hver af guðanna sonum er Drottni líkur?
Guð er ógnvekjandi í hópi heilagra,
meiri og óttalegri öllum sem eru umhverfis hann.
Drottinn, Guð hersveitanna, hver er sem þú?
Þú ert voldugur, Drottinn, og trúfesti þín umlykur þig.
 
Pistill: 2Kor 3.12-4.2
Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung. Ég geri ekki eins og Móse sem setti skýlu fyrir andlit sér til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á ljóma þess sem var að hverfa. En hugur þeirra varð sljór. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt því að Kristur einn lætur hana hverfa. Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra hvenær sem lesið er úr lögmáli Móse. En „þegar einhver snýr sér til Drottins er skýlan tekin burt“. Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. En við sjáum öll með óhjúpuðu andliti dýrð Guðs endurspeglast í Kristi og andi hans lætur okkur umbreytast eftir þeirri sömu mynd til enn meiri dýrðar.
Guð hefur sýnt mér miskunn og falið mér þessa þjónustu. Þess vegna læt ég ekki hugfallast. Ég hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur birti ég sannleikann. Guð veit að ég skírskota til samvisku hvers manns um sjálfan mig.
 
Guðspjall: Mrk 9.2-9
Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gert. Og Elía og Móse birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: „Meistari, gott er að við erum hér. Gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“ Hann vissi ekki hvað hann átti að segja enda urðu þeir mjög skelfdir.
Þá kom ský og skyggði yfir þá og rödd kom úr skýinu: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“ Og jafnskjótt litu lærisveinarnir í kringum sig og sáu engan framar hjá sér nema Jesú einan.
Á leiðinni ofan fjallið bannaði Jesús þeim að segja nokkrum frá því er þeir höfðu séð fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.

Sálmar: 551, 224, 119 (1.2., 5.-6. vers); 926, 906.

Gestir:574 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2000175