Ingjaldshólskirkja fær mynd að gjöf

Þann 22. desember síðastliðinn fékk Ingjaldshólskirkja mynd að gjöf frá Guðmundi Kristjáni Kristjónssyni. Gjöfin er til minningar um Kristfríði Kristjánsdóttur sem lést árið 2012. Kristfríður heklaði sjálf myndina sem verður staðsett í safnaðarheimili kirkjunnar. Við afhendingu gjafarinnar voru afkomendur og eftirlifandi eiginmaður Kristfríðar ásamt formanni sóknarnefndar.

Frá vinstri: Ólafur Örvar Jónsson, Kristfríður Rós Stefánsdóttir, Kristjón Víglundur Guðmundsson, Hafþór Svansson form. sóknarnefndar og Guðmundur Kristján Kristjónsson.

Gestir:3028 Gestir í dag: 16 Gestir í allt: 1814784