Uppfært: Helgihald um jólin

Guðsþjónustur á jólum og áramótum verða í prestakallinu eftirfarandi:

Aðfangadagur, 24. desember:

  •    kl. 16:30 aftansöngur í Ólafsvíkurkirkju.
  •    kl. 18 aftansöngur í Ingjaldshólskirkju.

Jóladagur, 25. desember:

  •    kl. 14 helgistund á Jaðri.
  •    ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju FELLUR NIÐUR vegna sóttvarna.

Annar í jólum, 26. desember, kl. 14 jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.
Gamlársdagur, 31. desember, hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju FELLUR NIÐUR vegna sóttvarna.

Streymt verður frá athöfnum á aðfangadagskvöld:

https://youtu.be/X_iTsjttXdg
https://www.youtube.com/watch?v=7gC8ASQ3tqo
https://youtu.be/EWL4VMijaNY
Breytingar vegna sóttvarnareglna:


Breytingar vegna sóttvarnareglna:

Kirkjurnar verða hólfaðar og ekki krafist hraðprófs. Gæta verður að að halda 1 meters fjarlægð á milli ótengdra aðila. Það er grímuskylda.

Sérhólf með allt að 50 manns verður hægra megin í kirkjunni með sérmerktu salerni og annað hólf vinstra megin í kirkjunni, einnig með sérmerktu salerni. Kór og starfsmenn kirkjunnar verða í sérhólfi einnig. Annað hólfið yfirgefur kirkjuna áður en hitt hólfið yfirgefur hana. Börn fædd árið 2016 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og grímunotkun.
Sóttvarnarreglur voru ekki hertar 22. desember hvað varðar athafnir í kirkjum.

Það þarf þó að skrá sig í athafnir sem eru hólfaðar. Upplýsingarnar eru geymdar tryggt og eytt eftir 2 vikur og eru samkvæmt sóttvarnareglum.
Allar frekari upplýsingar verða á heimasíðunni ef þarf að uppfæra sóttvarnir vegna nýrra reglna.
Hér fyrir neðan er skráningarform fyrir athafnir. Þar á að skrá alla þá sem eru í sama hóp samkvæmt sóttvarnarreglum og koma til athafnar. Þeir sitja saman í athöfn. Ef hóparnir eru fleiri þá eru útbúin fleiri blöð og send. Sendandi skráir netfang sitt og verður sent á það netfang hvar hópurinn situr í kirkjunni.
Skráningin á að senda með tölvupóst til prestur@kirkjanokkar.is með nafni, kennitölu og símanúmeri þeirra sem koma, skrá á hverjir ætla að sitja saman og eins merkja sérstaklega ef börn eru yngri en 6 ára.
Hægt verður að koma með útfyllt skráningarblað til kirkju, en ekki er þá öruggt að pláss sé laust. Eins eru blöð til skráningar í kirkjunni.

Guð gefi ykkur gleðilega hátíð.

Gestir:7418 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 1814823