Ljós á leiði

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Gjald er tekið vegna þjónustunnar.

Þeir sem ætli að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000,- inn á reikning garðsins fyrir 15. desember. Kveikt er á ljósum aðventuna og að þrettánda.

Ingjaldshólskirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0190-05-0948. Kennitala garðsins er 660169-5209.

Ólafsvíkur- og Brimilsvallakirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0194-26-966.  Kennitala garðsins er  420289-1979.

Bent er á að nauðsynlegt er að nota útiseríur sem eru vatnsheldar.

Gestir:1081 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 1739154