Mynd0233.jpg

Skírdagsmessa í Ingjaldshólskirkju

Skírdagsmessur verður á skírdag kl. 13 og 14 í Ingjaldshólskirkju.  Altarisganga. Ferming.

Vegna sóttvarnareglna er athöfnin ekki opin, full skráð er í guðsþjónustuna, en vonandi streymt.

https://youtu.be/020SBWAHgz0

https://youtu.be/ruya5IHyQ4c


 

Skírdagur
Textaröð: B
Lexía: Slm 116.12-19
Hvað á ég að gjalda Drottni
fyrir allar velgjörðir hans við mig?
Ég lyfti bikar hjálpræðisins
og ákalla nafn Drottins.
Ég greiði Drottni heit mín
og það í augsýn alls lýðs hans.
Dýr er í augum Drottins
dauði dýrkenda hans.
Drottinn, víst er ég þjónn þinn,
ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar,
þú leystir fjötra mína.
Ég færi þér þakkarfórn,
ákalla nafn Drottins.
Ég greiði Drottni heit mín
og það í augsýn alls lýðs hans,
í forgörðum húss Drottins,
í þér, Jerúsalem,
Hallelúja.

 
Pistill: 1Kor 11.23-29
Því að ég hef meðtekið frá Drottni það sem ég hef kennt ykkur: Nóttina, sem Drottinn Jesús var svikinn, tók hann brauð, gerði þakkir, braut það og sagði: „Þetta er líkami minn. Gjörið þetta í mína minningu.“ Sömuleiðis tók hann og bikarinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði. Gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið, í mína minningu.“
Hvert sinn sem þið etið þetta brauð og drekkið af bikarnum boðið þið dauða Drottins þangað til hann kemur. Hver sem etur brauðið eða drekkur bikar Drottins á óverðugan hátt verður þess vegna sekur við líkama og blóð Drottins. Hver maður prófi sjálfan sig áður en hann etur af brauðinu og drekkur af bikarnum. Því að sá sem etur og drekkur án þess að gera sér grein fyrir að það er líkami Drottins, hann etur og drekkur sér til dómsáfellis.

 
Guðspjall: Jóh 13.1-15
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk.
Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi, syni Símonar Ískaríots, að svíkja Jesú. Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara aftur til Guðs. Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig. Hann kemur þá að Símoni Pétri sem segir við hann: „Drottinn, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“
Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“
Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ Símon Pétur segir við hann: „Drottinn, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“
Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur þarf ekki að þvost nema um fætur. Hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir, þó ekki allir.“ Hann vissi hver mundi svíkja hann og því sagði hann: „Þið eruð ekki allir hreinir.“
Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og sest aftur niður sagði hann við þá: „Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.

 
Sálmar: 130 (1.-3., 7. v.). 140; 258 (1., 4. og 5. v.), 259, 228 (1., 3.-4., 6. v.), 893.

Gestir:614 Gestir í dag: 6 Gestir í allt: 1831117