Ingjaldshólskirkja fær varmadælu að gjöf

Ingjaldshólskirkja fékk á dögunum varmadælu að gjöf frá Kælitækni ehf. Böðvar Jónsson hjá Hita/Tema ehf. gaf vinnu og efni við uppsetningu. Mun slík varmadæla án efa lækka rafmagnsreikning kirkjunnar.

Vill sóknarnefnd koma á framfæri þökkum til Kælitækni ehf. og Böðvars hjá Hita/Tema ehf. fyrir þeirra veglegu gjöf.

Meðfylgjandi er mynd af Hafþóri Svanssyni formanni sóknarnefndar, Böðvari Jónssyni og Sigrúnu Fjólu Sigþórsdóttur þegar formlega var kveikt á dælunni.

Gestir:1811 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 1739166