Hægt er að bóka blessun skips hjá presti eða djákna.
Þó geta aðrir notað eftirfarandi form:
Bænargjörð fyrir nýju skipi og sjóferðabæn
Prestur: Fáein upphafsorð
L Í nafni Guðs + Föður og Sonar og Heilags Anda.
A Amen.
L Drottinn Guð, óendanleg er gæska þín og ómælanleg er hátign þín. Hvorki tími né rúm skilja þig frá þeim sem þú vilt vernda.
Þú lést börn Ísraels ganga þurrum fótum gegnum hafið og vísaðir vitringunum veg til þín með skini stjörnunnar.
Vér biðjum þig: Ver þú leiðtogi vor og leiðarljós á öllum vegum vorum. Lát ekkert illt oss henda og enga neyð oss hindra.
Lát heilagan engil þinn fylgja þessu skipi svo að áhöfn þess megi ætíð ná til sinna áfangastaða og um síðir heim til þinna eilífu bústaða. Fyrir Drottin Jesú Krist.
A Amen.
L Í nafni Guðs + Föður og Sonar og Heilags Anda.
A Amen.
L Drottinn Guð, óendanleg er gæska þín og ómælanleg er hátign þín. Hvorki tími né rúm skilja þig frá þeim sem þú vilt vernda.
Þú lést börn Ísraels ganga þurrum fótum gegnum hafið og vísaðir vitringunum veg til þín með skini stjörnunnar.
Vér biðjum þig: Ver þú leiðtogi vor og leiðarljós á öllum vegum vorum. Lát ekkert illt oss henda og enga neyð oss hindra.
Lát heilagan engil þinn fylgja þessu skipi svo að áhöfn þess megi ætíð ná til sinna áfangastaða og um síðir heim til þinna eilífu bústaða. Fyrir Drottin Jesú Krist.
A Amen.
Ritningarlestrar
Sálm. 107. 1-2, 20-31
Þakkið Drottni, því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Sálm. 107. 1-2, 20-31
Þakkið Drottni, því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefir leyst úr nauðum.
Hann sendi út orð sitt og læknaði þá
og bjargaði þeim frá gröfinni.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
og færa þakkarfórnir
og kunngjöra verk hans með fögnuði.
Þeir sem fóru um hafið á skipum,
ráku verslun á hinum miklu vötnum,
þeir hafa séð verk Drottins
og dásemdir hans á djúpinu.
Því að hann bauð og þá kom stormviðri,
sem hóf upp bylgjur þess.
Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið,
þeim féllst hugur í neyðinni.
Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður,
og öll kunnátta þeirra var þrotin.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
og hann leiddi þá úr angist þeirra.
Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ,
svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar.
Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust,
og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn.
þeir er hann hefir leyst úr nauðum.
Hann sendi út orð sitt og læknaði þá
og bjargaði þeim frá gröfinni.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
og færa þakkarfórnir
og kunngjöra verk hans með fögnuði.
Þeir sem fóru um hafið á skipum,
ráku verslun á hinum miklu vötnum,
þeir hafa séð verk Drottins
og dásemdir hans á djúpinu.
Því að hann bauð og þá kom stormviðri,
sem hóf upp bylgjur þess.
Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið,
þeim féllst hugur í neyðinni.
Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður,
og öll kunnátta þeirra var þrotin.
Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
og hann leiddi þá úr angist þeirra.
Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ,
svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar.
Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust,
og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.
Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn.
Mt.14.23-33
Og er Jesús hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn.
En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti.En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu. Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: Þetta er vofa, og æptu af hræðslu.
En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir. Pétur svaraði honum: Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu. Jesús svaraði: Kom þú! Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans.
En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér! Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: Þú trúlitli, hví efaðist þú?
Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn.
En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: Sannarlega ert þú sonur Guðs.
Og er Jesús hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn.
En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti.En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu. Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: Þetta er vofa, og æptu af hræðslu.
En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir. Pétur svaraði honum: Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu. Jesús svaraði: Kom þú! Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans.
En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér! Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: Þú trúlitli, hví efaðist þú?
Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn.
En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: Sannarlega ert þú sonur Guðs.
Bæn: Sjóferðabæn sr. Odds V. Gíslasonar.
Prestur, skipshöfn og aðrir viðstaddir:
Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf og heilsu svo ég geti unnið mín störf í sveita míns andlitis.
Drottinn minn og Guð minn, þegar ég nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss að vorum veiðum og vernda oss, að vér aftur farsællega heim til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss.
Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur samfundum svo vér fyrir heilags anda náð samhuga flytjum þér lof og þakkargjörð.
Ó, Drottinn, gef oss öllum góðar stundir, skipi og mönnum í Jesú nafni. Amen
Faðir vor…
Prestur, skipshöfn og aðrir viðstaddir:
Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf og heilsu svo ég geti unnið mín störf í sveita míns andlitis.
Drottinn minn og Guð minn, þegar ég nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss að vorum veiðum og vernda oss, að vér aftur farsællega heim til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss.
Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur samfundum svo vér fyrir heilags anda náð samhuga flytjum þér lof og þakkargjörð.
Ó, Drottinn, gef oss öllum góðar stundir, skipi og mönnum í Jesú nafni. Amen
Faðir vor…
Blessun:
Prestur: Almáttugur Guð, Faðir og Sonur og heilagur Andi blessi og varðveiti …………….., áhöfn alla og þau öll sem hér stíga um borð, svo að þau megi öll og ævinlega ná heilu og höldnu aftur heim.
Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. Amen.
Prestur: Almáttugur Guð, Faðir og Sonur og heilagur Andi blessi og varðveiti …………….., áhöfn alla og þau öll sem hér stíga um borð, svo að þau megi öll og ævinlega ná heilu og höldnu aftur heim.
Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. Amen.
Gestir:2292 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626370