Fyrir verðandi brúðhjón

Ef þú ert að undirbúa brúðkaup í Ingjaldshólskirkju, Ólafsvíkurkirkju eða Brimilsvallakirkju skalt þú hafa samband við sóknarprest og panta kirkjuna sem fyrst.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar fyrir hjónaefni:

Fylla þarf út þetta form og afhenda presti í viðtali.  Það er líka neðst á síðunni (konnunarvottord.pdf)
Einnig þarf vottorð um hjúskaparstöðu frá þjóðskrá.
Hafi annað hjónaefna eða bæði lögheimili erlendis þá þarf könnunarvottorð frá sýslumanni.

Samkvæmt viðmiðunargjaldskrá PÍ er greitt vegna hjónavígslu á dagvinnutíma prests krónur 14.189- (utan dagvinnutíma 21.830 krónur), auk kílómetragjald vegna aksturs. Æfing vegna hjónavígslu utan dagvinnutíma kostar 10.915 krónur.

Hægt er af fá blessun hjúskapar, en sú athöfn er byggð upp að mestu eins og hjónavígsla.

Á þessum tengli er uppbygging hjónavígsluathafnarinnar.

Gestir:1766 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2477981