Ritningarlestur í skírn

Hér eru ritningarlestrar sem notaðir eru í skírn og skírnarvottar lesa ef svo ber við:

  1. Menn færðu börn til Jesú, að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það, sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“ Og hann tók börnin sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16)
  2. Heyrum orð spámannsins: Svo segir Drottinn: Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir. Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim. Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð. (Es. 36:25a, 26-28)
  3. Heyrum orð postulans: Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú. (Gal. 3:26-28)
  4. Þegar gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja. Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs. (Tít. 3:4-7)
Gestir:2792 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626225