Skráning í trúfélag

Barn er sjálfkrafa skráð á Íslandi í trúfélag foreldra sinna ef þeir eru báðir í sama trúfélagi, annars eru það skráð utan trúfélags.

Þjóðskrá lítur ekki á skírn sem sjálfkrafa skráningu í Þjóðkirkjuna.

Á vef þjóðkirkjunnar eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig í trúfélag. Hér er vefsíða þjóðkirkjunnar um skráningu í trúfélag.

Hægt er að skila eyðublaði með netskilum, pósti, faxi eða á skrifstofu þjóðskrá. Eins er hægt að koma eyðublaðinu til sóknarprests, til dæmis í skírnarviðtali, og hann sendir til þjóðskrár.

Eyðublað fyrir skráningu barns er hér neðst á síðunni.

Gestir:1784 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626199