Laus staða meðhjálpara á Ingjaldshóli

Staða meðhjálpara í Ingjaldshólskirkju er auglýst laus til umsóknar.

Í starfinu fellst undirbúningur, frágangur og aðstoð í tengslum við athafnir kirkjunnar og umsjón með kirkjugarði og leiðum. Um er að ræða lítið hlutastarf. Messur eru einu sinni í mánuði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í haust.

Allar frekari upplýsingar eru hjá Hafþóri Svanssyni, sóknarnefndarformanni (s: 896-6328), og Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)

Sóknarnefnd Ingjaldshólssóknar.

Nýr kirkjuvörður á Hóli

Ewelina Wasiewicz tók við starfi kirkjuvarðar á Ingjaldshóli í febrúar.

Hún tekur á móti pöntunum vegna leigu á safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Um leið og við þökkum Kolbrúnu Ósk Pálsdóttir kærlega fyrir störf hennar sem kirkjuvörður sóknarinnar,  óskum við Ewelinu velkomna til starfa.