Ljós á leiði

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Gjald er tekið vegna þjónustunnar.  

Þeir sem ætli að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000,- inn á reikning garðsins fyrir 15. desember. Kveikt er á ljósum aðventuna og að þrettánda.

Vel heppnuð tónlistarguðsþjónusta á Hóli

Síðastliðinn sunnudag var tónlistarguðþjónusta í Ingjaldshólskirkju. Tónlistarflutningur í messunni var í höndum Öldu Dísar Arnardóttur og lék Guðmundur Reynir Gunnarsson, eða Mummi eins og flestir þekkja hann, undir á rafmagnspíanó.

Í fyrra fékk kirkjan veglega peningagjöf frá Tónlistarfélagi Neshrepps utan Ennis, en fyrir hana var keypt áðurnefnd píanó. Auk þess var útbúinn sjóður til að styrkja að fengnir verða tónlistarmenn til að leggja okkur lið við guðsþjónustur, en þessi guðsþjónusta var fyrsti atburðurinn styrktur úr þessum sjóði.

Þeir sem vilja styrkja þennan sjóð geta lagt inn á reikning Ingjaldshólssóknar, kt. 660169-5209, nr. 0190-15-200035.

Mæting í messuna var góð, kaffi á eftir, létt stemning og leikin lög með kaffinu.