Frétt um 75 ára afmæli Ingjaldshólskirkju sem birtist í Morgunblaðinu:
Hellissandi, 19. október.
Ingjaldshólskirkja átti 75 ára afmæli 11. október sl. en hún var vígð 11. október 1903. Gagngerðar endurbætur hafa farið fram undanfarna mánuði, settir í hana nýir bekkir, ný teppi á gólf og kirkjan máluð utan sem innan. Kostnaður við þessar endurbætur eru rúmar 6 milljónir króna.
Kirkjunni voru færðar á þessum tímamótum margar góðar gjafir, bæði af félögum og einstaklingum, samtals rúmar þrjár milljónir króna í peningum. Síðastliðinn sunnudag var haldin hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni í tilefni afmælisins að viðstöddu miklu fjölmenni, m.a. biskupi íslands herra Sigurbirni Einarssyni. Fyrrverandi sóknarprestur séra Hreinn Hjartarson predikaði en núverandi sóknarprestur, séra Arni Bergur Sigurbjörnsson, þjónaði fyrir altari. Biskupinn flutti ávarp og séra Árni Bergur lýsti framkvæmdum og skýrði frá gjöfum þeim sem kirkjunni bárust. Organisti kirkjunnar er frú Jóhanna Vigfúsdóttir Hellissandi og hefur hún gegnt því starfi í rúm 50 ár með sinni alkunnu snilld.
Þessi guðsþjónusta var mjög hátíðleg og viðstöddum eftirminnileg.
Eftir guðsþjónustuna bauð kvenfélag Hellissands kirkjugestum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Röst. Þar voru ræður haldnar og Jóhanna Vigfúsdóttir stjórnaði fjöldasöng. M.a. flutti fyrrverandi sóknarprestur, séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli, stórfróðlegt erindi um sögu Ingjaldshólskirkju frá fyrstu tíð, en fyrst var reist kirkja á Ingjaldshóli á 14. öld. Samsætið var mjög ánægjulegt og kvenfélaginu til hins mesta sóma.
Rögnvaldur.
Ingjaldshólskirkja átti 75 ára afmæli 11. október sl. en hún var vígð 11. október 1903. Gagngerðar endurbætur hafa farið fram undanfarna mánuði, settir í hana nýir bekkir, ný teppi á gólf og kirkjan máluð utan sem innan. Kostnaður við þessar endurbætur eru rúmar 6 milljónir króna.
Kirkjunni voru færðar á þessum tímamótum margar góðar gjafir, bæði af félögum og einstaklingum, samtals rúmar þrjár milljónir króna í peningum. Síðastliðinn sunnudag var haldin hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni í tilefni afmælisins að viðstöddu miklu fjölmenni, m.a. biskupi íslands herra Sigurbirni Einarssyni. Fyrrverandi sóknarprestur séra Hreinn Hjartarson predikaði en núverandi sóknarprestur, séra Arni Bergur Sigurbjörnsson, þjónaði fyrir altari. Biskupinn flutti ávarp og séra Árni Bergur lýsti framkvæmdum og skýrði frá gjöfum þeim sem kirkjunni bárust. Organisti kirkjunnar er frú Jóhanna Vigfúsdóttir Hellissandi og hefur hún gegnt því starfi í rúm 50 ár með sinni alkunnu snilld.
Þessi guðsþjónusta var mjög hátíðleg og viðstöddum eftirminnileg.
Eftir guðsþjónustuna bauð kvenfélag Hellissands kirkjugestum til kaffisamsætis í félagsheimilinu Röst. Þar voru ræður haldnar og Jóhanna Vigfúsdóttir stjórnaði fjöldasöng. M.a. flutti fyrrverandi sóknarprestur, séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli, stórfróðlegt erindi um sögu Ingjaldshólskirkju frá fyrstu tíð, en fyrst var reist kirkja á Ingjaldshóli á 14. öld. Samsætið var mjög ánægjulegt og kvenfélaginu til hins mesta sóma.
Rögnvaldur.
Gestir:1758 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626310