Gerð
Björgvin Tómasson Op. 28
Kirkja
Tímabil
2003 –
7 raddir með einu hljómborði og pedölum.
Tekið í notkun 14. desember 2003 við hátíðarguðsþjónustu.

Gamla orgelið í safnaðarheimilinu:
Gerð
Johannus
Kirkja
Tímabil
1975 –
Á gjafaskildi á orgelinu stendur:
Gefið Ingjaldshólskirkju 22. júní 1975 til minningar um hjónin Kristínu Jensdóttur og Vigfús Jónsson Gimli Hellissandi. Börn, tengdabörn og afkomendur.
Gerð
Andersen, Ringkjöbing
Kirkja
Tímabil
1914 – 1954
Ekki er ljóst enn hvenær fyrsta orgelið var keypt, en í kirkjureikningum árið 1912 stendur: Viðgjörð á kirkjuorgelinu: 2.50. Í kirjureikningum 1913 stendur: Til Kjartans Þorkelssonar fyrir orgelspil í 5 mánuði: 16.66. Til sama fyrir lán á orgeli og viðgjörð á kirkjuorgelinu 6.50.
Í kirkjureikningum fyrir 1914 stendur eftirfarandi: an: 1 orgel no. 149.365. 1. kassi. 12.50. Fragt og ábyrgð frá Kaupmannahöfn til Stykkishólms: 1855. Talkum 4.20. – Orgelið borgað þannig: Tekjur af tombólu 147.39. Selt gamla orgelið 40.00. Selt brak úr gömlu kirkjunni. 187.52. Af inneing kirkjunar f.f.á. 25.34. Alls kr. 400.25.
Prófastvisitasia 1954: Orgelharmonium frá Andersen í Ringköbing í góðu ástandi, keypt 1914. Orgelstóll frá 1943.
E.s. Samkvæmt fundagerðabókar safnaðarins frá 2002 var elsta harmoníumið heima hjá Dóru Kristinsdóttur, dóttir Esterar Friðþjófsdóttur.