Líf og fjör í kirkjunni

Fullt hús á fimmtudaginn og laugardaginn. Kirkjuskóli á fimmtudegi var fjörugur og fjölmennur, um kvöldið komu kórar safnaðanna á Snæfellsnesi saman á æfingu og hlaðborð kirkjukórs Ólafsvíkurkirkju. Mikið sungið. Samtímis voru fermingarbörnin að ganga í hús og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og skiluðu sér í hús samtímis og kórarnir voru í pásu. Safnaðarheimilið var eins fuglabjarg á meðan á því stóð.

Laugardagurinn var fagur dagur í kirkjunni okkar. Þrjár skírnir og ein hjónavígsla. Mikið af fólki og mikið hlegið og mikil gleði. Húsið, helgidómurinn okkar, fullur af fólki að fagna lífinu og framtíðinni.

Næst á dagskrá? Kirkjuskóli á fimmtudaginn kl. 16.20 og síðan sameiginleg guðsþjónusta safnaðarins í Grundarfriði og okkar í Ingjaldshólskirkju kl. 14.00. Hafið þið komið í Ingjaldshólskirkju? Hún er alveg yndislega falleg!

Gestir:203 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2311040