Ljós á leiði í Ólafsvíkurkirkjugarði

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefnd Ólafsvíkurkirkjugarðs lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Ákveðið hefur verið að taka gjald vegna þjónustunnar. 

 

Þeir sem ætla að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000 krónur inn á reikning kirkjunnar fyrir 15. desember: 0194-26-76.  Kennitala garðsins er 500269-4999.  Bent er á að nauðsynlegt er að nota vatnsheldar seríur.

 

Umsjónarmaður kirkjugarðs.

 
 
Gestir:1762 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2478004