Úr Mogganum:
10 ára vígsluafmæli Ólafsvíkurkirkju:
Á 2. þús. kirkjugestir yfir daginn
Ólafsvik. 21. nóv.
SL. SUNNUDAG var haldið upp á 10 ára vígsluafmæli Ólafsvikurkirkju, en hún var vígð hinn 19. nóv. 1967. Barnamessa var kl. 11 og kl. 14 var hátiðarmessa.
Sóknarpresturinn, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, prédikaði, en tveir fyrrverandi sóknarprestar hér þjónuðu fyrir altari,þeir séra Magnús Guðmundsson fyrrverandi prófastur og séra Hreinn Hjartarson. Kirkjukór Olafsvíkurkirkju söng undir stjórn Bjargar Finnbogadóttur.
Biskupinn yfir Íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, ávarpaði söfnuðínn og sömuleiðis séra Magnús Guðmundsson. Eftir messu bauð sóknarnefnd til kaffisamsætís i Safnaðarheimilinu.
Síðdegis var svo hátíðarsamkoma í kirkjunni. Þar söng kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og einnig söng kórinn við barnaguðsþjónustuna. Kirkjan var þétt skipuð i öll þrjú skiptin og munu á annað þúsund manns hafa komið i Ólafsvíkurkirkju þennan dag.
Mikil ánægja var með komu gestanna til Ólafsvíkur og þá ekki sízt komu kórs Hamrahliðarskólans, sem lagði á sig erfitt ferðalag.
Hákon Hertevig teiknaði Olafsvíkurkirkju og virðist enginn hlutlaus í mati sínu á fegurð kirkjunnar, en flestum þykir hún fögur, enda eitt veglegasta Guðshús á landinu.
Formaður sóknarnefndar er Alexander Stefánsson.