Um orgel kirkjunnar (frá ÍSMÚS):
Gerð
Ekki skráð
Kirkja
Tímabil
1911 – 1954
Ekki er enn ljóst hvenær 1. orgelið kom í kirkjuna. En skv. prófasvisitasiu 1917 var til annað áður en það frá 1911 var keypt. Þá hefur sönghópur starfað við kirkjuna því í visitasiu prófasts 1902 stendur: Kirkjuhladari hefir og látið setja grindverk með hurð að baka til við lopt kikjunnar vegna söngflokksins. Kirkjan var byggð árið 1892 og kom í stað hinnar fornu Fróðárkirkju.
Kirkjureikningar 1912: . Um leið og ég þakka yður og sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju fyrir viðskiptin út af orgelkaupum til kirkjunnar 1911, kvitta ég hér með fyrir eptirstöðvum af andvirði hljóðfærisins 100 kr …. Jón Pálsson
Prófastvisitasia 1917: 1 harmoinum, keypt 1912, annað harmoinum ,gamalt og mjög ljelegt.
Prófastsvisitasia 1954: ..Orgelharmoinu, ný keypt og ennfremur eldra orgel, sem þarfnast allmikillar viðgjörðar, en er nú í vörslu Skarphéðins Guðbrandssonar, Bifröst Ólafsvík.