Jón G. Jónasson: Hrakningur um Breiðafjörð. Birt í Ægi á bls. 146 í 11-12 tölublaði í 42. árgangi 1949(link is external).
Enn muna margir mannskaðaveðrið mikla laugardaginn fyrir Pálma árið 1906, þegar þilskipið „Ingvar“ fórst á Viðeyjarsundi og „Emilie“ og „Sophie Wheatly“ i grennd við Mýrar. í þessu sama veðri var litið þilskip, sem „Sleipnir“ hét, að hrekjast um Breiðafjörð. Var ferð hans heitið úr Stykkishólmi i Ólafsvik, og hefði hún ekki þurft að taka nema einn dag, ef allt hefði verið með felldu. En þess i stað hrakti skipið dag eftir dag aftur og fram um Breiðafjörð og komst loks við illan leik i Vestureyjar og þar varð áhófn þess að skilja það eftir mjög illa leikið. Eftir hálfsmánaðar burtveru komst áhöfnin af „Sleipni“ aftur í Stykkishólm, án þess að hafa náð til Ólafsvíkur.
Jón G. Jónasson, einn af hrakningsmönnunum, se.gir frá hrakningi þessum hér á eftir, en Jóhann Rafnsson hefur fært frásögu hans i letur. —Þess má geta í sambandi við áheitið á Ólafsvíkurkirkju, að Alexander Valentinusson færði Ólafsvíkurkirkju fagra altaristóflu, málaða af Þórarni B. Þorlákssyni, en rammann hafði hann smiðað sjálfur. Alexander hefur ritað um sjóhrakning þenna, og er frásögn hans m. a. i hinni nýju bók „Brim og Boðar“. En frásögn Jóns er á alla lund fyllri og ítarlegri.
Á þeim árum, er þeir atburðir gerðust, sem hér greinir frá, rak Einar Markússon þilskipaútgerð og verzlun í Ólafsvík. Skip sín hafði hann í vetrarlægi, ýmist inni í Grundarfirði eða Stykkishólmi. Veturinn 1905—’06 voru fjögur skip Einars hrófuð upp í Stykkishólmi, utan Grunnasunds, í Leyni og Skipavik. Hétu skip þessi „Den Lille“, „Clarine“, „Matthildur“ og „Sleipnir“. Töluverð viðgerð fór fram á skipunum fyrir vorið, auk þess sem í tvö þeirra, „Clarine“ og „Den Lille“, voru settar vélar, líklega fyrstu hjálparvélar, sem settar voru í þilskip við Breiðafjörð. Viðgerð á skipunum annaðist Alexander Valentínusson, smiður frá Ólafsvík, og hafði hann sér til aðstoðar tvo lærlinga sína, þá Guðgeir Ögmundsson og Magnús Benediktsson, auk þriðja manns, Magnús Guðbrandsson, alla búsetta í Ólafsvík. Skipin urðu siðbúin nema Sleipnir, sem lá til byrjar síðari hluta marzmánaðar. Hannes Andrésson skipstjóri hugðist sigla honum til Ólafsvíkur, þar sem skipshöfn, vistir og útgerð öll skyldi tekin. Frá Ólafsvík voru Hannesi sendir tveir háseta sinna, þeir Friðgeir Friðriksson og Guðmundur Björnsson. Komu þeir á fjögra manna fari og skyldi það vera skipsbátur Sleipnis til Ólafsvíkur. Með báti þessum tók sér far til Stykkishólms, unglingsstúlka að nafni Kristjánsína Kristjánsdóttir. Var hún í kynnisferð til fósturforeldra sinna, en heim aftur ætlaði hún með „Sleipni“.
Laugardaginn 31. marz að afliðnu hádegi lagði Sleipnir frá Þembu, þar sem hannhafði legið í legufærum frá því að hann var tekinn úr hrófi. Skipshöfnin var fjórir menn, skipstjórinn Hannes Andrésson og þrír hásetar, þeir tveir, sem áður eru nefndir og mágur Hannesar, Jón G. Jónasson, sem einnig skyldi annast matreiðslu i ferðinni. Auk þess voru fimm farþegar, Alexander Valentínusson með smiði sína þrjá, og Kristjánsína Kristjánsdóttir. Smiðirnir, sem allir voru frá Ólafsvík, ætluð að vera heima um páskana og koma síðan aftur inn í Stykkishólm og ljúka viðgerð skipanna. Skipsbáturinn, fjögramannafarið, var í eftirdragi, reyndist hann of stór til þess að hafa hann á dekki, þegar segl væru borin um.
Veður var hið bezta, kaldi á suðaustan. Hugðu því allir gott til ferðarinnar og að til Ólafsvíkur yrði náð um kvöldið eða nóttina. Er á daginn leið, fór vindstaðan að verða suðlægari, og kl. rúmlega átta um kvöldið var komið sunnan stórviðri, og „Sleipnir“ þá staddur vestur af Selskeri. Seglum var þá fækkað, skipt um klíf, gaffalstoppsegl tekið frá og aftursegl rifað. Vindur fór sívaxandi og kl. 5 um morguninn var komið sunnan afspyrnurok. Var þá lagzt til drifs og látið hala til kl. um 11 f. h. , að sú ákvörðun var tekin að leggja skipinu yfir. Sjógangur var mikill og veðurofsinn sá sami, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist ókleift að fá skipið yfir (fyrir) stag. Var þá það úrræði eitt að „kúvenda“ eða hálsa skipinu, og var sá kostur tekinn. Skipinu var slegið undan, en þau mistök urðu, að „stuðtalían“ var föst, er gefa skyldi seglið yfir, svo að um leið og seglin tóku vind, og ekkert gaf eftir, slitnaði stagurinn í sundur og vantspennurnar bruslu, svo og mastrið niður við dekk. Rá og reiði — mastur, segl, bomma, gaffall, vantar og tóg — fór fyrir borð, en hékk við skipið. Skeði þetta í skótri svipan, og gátu hér vel orðið þeir atburðir, að fáir hefðu orðið til sagna. Hrakti nú skipið rá- og reiðalaust fyrir straumi og vindi. Til þess að ekki ræki eins hratt var reynt að láta reka fyrir seglinu og mastrinu. Sú dýrð stóð ekki lengi, því að nokkru síðar slitnaði allt draslið frá.
Upp úr þessu fór vindur minnkandi og 1. apríl kl. 4 e. m. var þvi sem næst komið logn, en mikið var í sjóinn. Nú var báturinn, sem alltaf hafði verið i eftirdragi, tekinn inn á dekk. Til þess að geta tjaslað upp seglum var gerð tilraun með að reisa upp mastur. Mikill planki, 14—15 fet, sem lá á dekkinu, var reistur upp og stagaður, og tókst það vonum framar. Segl gátu ekki verið mikil, enda ekki miklu til að tjalda. í fokku stað var klífur settur upp og í stað stórsegls var höfð gömul fokka. Senn var dagur að kvöldi og um kl. 8, í hægum suðaustan vindi, var reynt með þessum útbúnaði að sigla upp undir land. Sem að líkindum lætur var taka slæm, skriður var lítill og sóttist ferðin því seint. Um nóttina breyttist vindstaðan, og mánudagsmorguninn 2. apríl var kominn s. v. stormur með éljagangi. Var þá siglt undan vindi þar til komið var inn fyrir Höskuldsey. Vindur féll þá niður, en var á skammri stund kominn á með s. s. a. veðri. Þá var enn haldið útum. Undir morguninn, þriðjudaginn 3. apríl, snerist vindur til s. v. Var þá tekin stefna inn flóa, undan vindi, en sóttist seint sem fyrr. Mjakaðist þó í áttina þann dag allan og fram á næsta dag, að náð var í var undir Stagley. Þar var kastað báðum akkerum með þeim keðjum, sem til voru, og til þess að síður sliti settar „talíur“ á. Er lagzt hafði verið og gengið frá festarhöldum sem föng voru á, var komið undir nónbil miðvikudaginn 4. apríl.
Búist var nú við, að skipið yrði séð frá.Bjarneyjuin og að hjálp gæti borizt bráðlega, þótt vitað væri, að flestir fullgildir karhnenn á eyjunum mundu vera í veri undir Jökli. Til þess að vekja athygli á skipinu var veifa höfð uppi að deginum, en ljósker að næturlagi, en það kom fyrir ekki. Aðfaranótt fimmtudagsins var sunnan hægur, en er fram á daginn kom hvessti á s. s. v. og hélzt sú vindstaða fram undir morgun á laugardag, 7. april. Rauk þá á með afspyrnu vestanrok með kafaldi og innan skamms forar sjó. Þótti nú skipstjóra ekki tiltök að hefja siglingu inn flóa, þar sem seglaútbúnaðurinn var ekki til þess að treysta á og allir ókunnugir á þessum slóðum, enda líka dimmt af hríð. Ekki leið á löngu, þar til skipið tók að reka og nokkuð jafnsnemma brast stjórnsborðkeðjan í sundur. Rak nú ört í stefnu á Stagleyjarboða, og með því að setja upp afturseglið var reynt að koma í veg fyrir að ekki ræki á hann. Fljótt kom í Ijós, að ekki yrði umflúið að á skerið ræki og innan stundar bryti skipið í spón. Skipstjórinn, Hannes Andrésson, var alltaf öruggur, og voru allir æðrulausir. Þá sem örast rak á boðann, bar Alexander fram þá ósk að heitið væri á Ólafsvíkurkirkju og henni færð gjöf yrði þeiin auðið lengri lífdaga. — Er skipið hafði rekið fast að skerinu, reið mikill brotsjór yfir það og kastaði því í einni lotu yfir það og nam skipið rétt snöggvast niðri, að vísu nokkuð fast. Þetta mikla rið tók út bátinn af þilfarinu og öll seglin, sem tjaslað hafði verið upp. Stykki úr lunningunni og káetukappanum brotnaði og lestarhlerar fóru úr skorðum, svo að niður í skipið gekk mikill sjór. Er riðið gekk undan skipinu, sást boðinn upp úr sjó fyrir framan það. Þau legufæri, sem eftir voru, festust í skipinu og sneri skipið upp i vind, en við næsta rið, sem skammt var að bíða, sprakk keðjan og skipið tók að reka, að mestu þó í horfi, þar sem keðjan drógst í botni. í lestinni var mikill sjór, svo að tekið var til að dæla, en það reyndist þó árangurslaust. Dælan var ónothæf vegna þess að kol, sem skoluðust um lestina, höfðu setzt í hana. Var þá ekki annað úrræði en stampaaustur. Austurtæki voru þó ékki önnur en pottar, þar sem fötum öllum hafði skolað út. Ausið var af kappi og lækkaði furðu fljótt i skipinu, var þó erfitt að standa að austri, þar sem skipið valt mikið og sjórinn slóst til í lestinnni og kolapokar og annað kastaðist til og frá. Tókst á tiltölulega skömmum tíma mikið til að þurrausa skipið, enda hafði ekki skaðlegur leki komið að því.
Jón Jónasson vakti máls á því, hvort ekki væri reynandi að matbúa og spurði þá, sem í lúkarnum voru, hvort lifandi væri í eldavélinni. Kváðu þeir eldinn dauðann, enda útlitið þannig, að fyrir mat væri ekki miltil þörf. Kvaðst Jón ekki kæra sigfrekar um að deyja svangur, væri líka mælt, að fullir kynnu flest ráð. Fór Jón síðan til og kveikti eld. Kom þá að góðu haldi sú forsjálni bans að hafa geymt inni á sér velvarinn eldspýtustokk, því að allar eldspýtur reyndust blautar. Hitað var kaffi, og gerðu flestir sér gott af því ásamt því litla brauði, sem til var óskemmt. Ferðina alla hafði lítið verið um matreiðslu, þar sem matur allur skemmdist fljótt og erfitt að halda lifandi eldi.
Skipið rak nú undan vindi og sjó og var öðru hvoru lóðað fyrir dýpi, sem reyndist í kringum 16 faðma. Um nónbil sást grunnbrot, er skipið virtist reka beint á. Lítið akker (varpakker) og 30 faðma löng keðja, sem til var, voru tekin og gerð tilraun með að leggjast fyrir þvi. Litið virtist draga úr ferðinni og rak stöðugt á grunnið, enda kom síðar í ljós, að akkerið hafði brotnað. Þegar nálgaðist brotið, reyndist þetta lítið sker, og fast við það sló skipinu meir til norðurs svo að það barst frambjá, en þó svo nálægt, að síðan á skipinu straukst snöggvast við það. Snertingin var litil, enda hefði mikið högg í þeim sjógangi riðið skipinu að fullu. Innan stundar og sem ört rak urðu skipverjar varir við eyjaklasa, sem þeir ekki báru kennsl á. Skyggni var slæmt, því að sífellt gekk á með snjóéljum. Þegar nálgast tók eina eyjuna, voru pokar teknir, sem til voru í lestinni undir kolum, og sett í þá grjót af kjölfestunni, og þeim rennt niður eftir keðjunni, sem dróst á eftir skipinu. Hætti þá að reka, enda vindur orðinn hægur og var þarna inni á milli eyjanna. Veittist nú nokkuð næði og urðu horfurnar vissulega stórum betri, þótt ekki væri vitað, hvar að landi hafði borið. Mötuðust menn, þótt kostur væri fátækur, og tóku á sig náðir, og urðu allir hvíldinni fegnir, svo þjakaðir og þreyttir, sem flestir voru orðnir. Næsta dag, Pálmasunnudag, var veður orðið gott. Fyrir hádegi las skipstjóri húslestur, en undir lestrinum sat Jón G. Jónasson á lúkarskappanum. Að lestri loknum skýrði Jón frá því, að i norðurátt væri byggð eyja og muni þeir vera séðir, því að hann hafi séð pilt hlaupa frá útihúsum heim að bæ. Gat hann þess jafnframt til, að þetta mundi vera Rúffeyjar. Voru allir á skipinu ókunnir á þessum slóðum, en móðir Jóns, Ástríður hiúsfreyja á Helgafelli, hafði verið alin upp í Vestureyjum, og hafði Jón af sögnum hennar furðu glögga hugmynd um afstöðu eyja þar vestra. Við frétt þessa glöddust menn og varð uppi fótur og fit. Upp úr hádeginu sást, hvar bátur kom siglandi, en þá var vindur kominn á sunnan og fór vaxandi. Báturinn hafði ekki siglingu til skipsins, en tók nokkru austar. En er til áranna þurfti að taka var straumur andstæður og vindur svo mikill, að ekki voru tiltök að draga. Urðu bátsverjar að snúa frá og dofnaði þá sem von var yfir skipverjum. Enn var tvísýnt um, hvort skipið gæti haldist þarna við. Um flóðið tók skipið að reka nokkuð, en þótt legufærin væru léleg, héldu þau, og var það vonum framar. Naut þess enda við, að nú var meira var en meðan vindur stóð vestlægari.
Morguninn eftir, mánudag, var veður betra, og kom þá bátur úr eyjunum. Á bátnum voru fyrirliðar þeir Gísli Bergsveinsson í Rauðseyjum og feðgarnir Þorlákur og Ebeneser í Rúffeyjum. Daginn áður, er rofaði til milli élja, höfðu þeir Rúffeyjamenn orðið varir við hið nauðstadda skip og gerðu þá strax, fáliðaðir, tilraun að hafa við það samband, en urðu frá að hverfa eins og skipverjar höfðu orðið varir við og fyrr er getið. En um kvöldið gerðu þeir aðra tilraun, en urðu enn frá að hverfa. Fóru þeir þá í Rauðseyjar og fengu til liðs við sig Gísla bónda Bergsveinsson, með meira lið og stærri bát, en það fór á sömu leið, og urðu þeir einnig að hleypa fram aftur á skauti, svo að ekki var frá horfið fyrr en annars var ekki kostur. Meðferðis höfðu eyjamenn mat og fatnað, og vildu þeir nú strax flytja skipverja fram í eyjar. Skipstjóri vildi hins vegar gera tilraun með að koma „Sleipni“ í öruggari höfn og beiddist liðsinnis bátsverja, sem auðsótt var. Eyjan, sem legið var í vari við, heitir Trésey og er í eyja- og skerjaklasa sunnan Rúffeyjar. — Hafist var nú handa og hafði Ebeneser Þorláksson forustuna. Legufærin, sem raunar voru orðin harla lítil, voru dregin upp. Varpakkerið, er síðast var tekið og hleypt hafði verið niðrá grjótpokum, var ekki orðið annað en brot af leggnum og stokkurinn, og höfðu pokarnir staðnæmst þar á. Áður en legufærin voru dregin upp, var lina flutt upp í sker þar skammt frá og skipið dregið þar að klettum. Afturseglið var dregið upp, öðrum seglum var ekki að tjalda, og sigldi Ebeneser skipinu upp að klöppum í eyju þar nálægt, er Galtarey heitir. Stukku menn þar upp með tóg, og var „Sleipnir“ dreginn inn á vog þarna í eyjunni og bundinn við land.
Ekki vildi Hannes skipstjóri yfirgefa skipið að svo komnu og urðu eftir ásamt honum, þeir Jón G. Jónasson og Magnús Guðbrandsson. Hina aðra skipverja tóku eyjamenn með sér. Daginn eftir var komið norðan rok og hafðist ekki sambandi við „Sleipni“ fyrr en á föstudaginn langa, en þann dag voru skipverjar fluttir af Rúffeyjafeðgum til Arneyjar. Þar fékk Hannes Andrésson léðan bát hjá Lárusi Loftssyni bónda, og hélt samdægurs suður til Stykkishólms. Hafði þá þessi virðburðaríka ferð tekið réttan hálfan mánuð.
En það er af „Sleipni“ að segja, að um sumarið var sendur mótorbátur frá Ólafsvík vestur í eyjar til þess að draga hann þaðan suður í Stykkishólm. Stýrði NíelsGíslason, bóndi í Bíldsey, þeirri för. Í Stykkishólmi fór fram bráðabirgða viðgerð á skipinu, svo að það gæti í samfloti með „Den Lille“ orðið ferðafært vestur á Bildudal, en þar skyldi fara fram viðgerð á „Sleipni“ og mikil endurbót.
Mastur og seglbúnað, sem „Sleipnir“ missti í upphafi hrakningsins, rak á Siglunes á Barðaströnd. Flutti Snæbjörn í Hergilsey það heim til sín um sumarið, en þangað lét Einar Markússon sækja það undir haust.