Frá byggingu kirkjunnar og er klukkurnar voru gefnar

Hér fer á eftir saga kirkjubyggingarinnar úr Morgunblaðsgrein:

Fyrsta skóflustunga að kirkjusmíðinni var tekin árið 1961,en mest hefur verið unnið að henni árið 1963 og síðan.

Kirkjuna teiknaði Hákon Hertervig arkitekt í Reykjavík, en verkfræðingar hafa verið Eyvindur Valdimarsson og Bragi Þorsteinsson, sem sáu um stýrkleika, járn og steypu:

Stærð kirkjunnar er 348 fermetrar og 540 rúmmetrar, en auk þess er safnaðarheimili í sambandi við kirkjuna 70 fermetrar ásamt eldhúsi.

Kirkjuskipið á að taka 220—250 manns í sæti,  en  auk þess  eru sæti fyrir 120—150 manns í safnaðarherbergi.

Sóknarnefndina á Ólafsvík skipa þessir menn: Alexalder Stefánsson, Guðni Sumarliðason og Böðvar Bjarnason, en auk þeirra eru í byggingarnefnd þeir Vigfús Vigfússon og Guðjón Sigurðsson.

Einn af íbum Ólafsvíkur hefur fært hinni nýju kirkju staðarins stórgjöf. Er um að ræða klukkur, sem hvor um sig vega 850 kílógrömm og kostuðu 126 þúsund krónur. Á fimmtudaginn var, boðaði sóknarnefnd Ólafsvíkur fréttamenn blaðanna á sinn fund og kynnti hina höfðinglegu gjöf og hafði Alexalder Stefánsson formaður sóknarnefndar orð fyrir nefndinni.

Ásgeir Long, verkstjóri á Reykjalundi, sá um útvegun klukknanna, sem voru smíðaðar í V-Þýzkalandi.

Þær eru með eftirfarandi áletrun:  „Ólafsvíkurkirkja 1965, Guðjón Sigurðsson   vélsmiður   Ólafsvík.“

Klukkurnar eru rafknúanar og gefa frá sér hljómana: B, des og Es og hægt er að stilla þær þannig, að þær hringi á ákveðnum tímum. Um það hefur þó ekki verið tekin ákvörðun enn sem komið er, en þær verða settar upp á næstunni.

Eimskipafélag íslands hefur tilkynnt að það gefi kirkjunni flutninginn á klukkunum frá Þýzkalandi.

Séra Hreinn Hjartarson sóknarprestur, Alexander Stefánsson og fleiri þökkuðu þessar rausnargjafir til kirkjunnar.

Gefandi klukknanna, Guðjón Sigurðsson vélsmiður, var eigandi að vélsmiðjunni Sindra hér í Ólafsvík. Stofnaði hann það fyrirtæki árið 1919 og rak það einn til ársins 1942 þegar bróðir hans,

Bjarni Sigurðsson, flutti frá Þingeyri og keypti fyrirtækið að hálfu.

Síðan hafa þeir rekið það í sameiningu, þar til um síðustu áramót að þeir seldu það.

Guðjón hefur verið meðhjálpari við kirkjuna frá 1921, fyrst í forföllum, en síðan 1930 með Magnúsi Kristjánssyni og allt til dauðadags.

Gestir:1694 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2478058