Þessir prestar hafa þjónað Ólafsvíkurprestakalli.

Fyrsti sóknarprestur Ólafsvíkurprestakalls var Hreinn Hjartarson.
Hann þjónaði prestakallinu frá 1. nóvember 1963- 1. september 1970. Veitt Ólafsvíkurprestakall frá 1. nóvember 1963, vígður 27. október 1963.
Séra Hreinn var fæddur 21. ágúst 1933 á Hellissandi, sonur hjónanna Jóhönnu Vigfúsdóttur, organista og Hjartar Jónssonar, hreppstjóra. Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1961. Hann stundaði guðfræðinám í Þýskalandi 1968-69.
Hann vígðist til Ólafsvíkurprestakalls 27. október 1963. Aukaþjónusta í Búða- og Hellnasóknum 1966–1968 og í Setbergsprestakalli um tíma 1969.
1. september árið 1970 var hann ráðinn sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og gegndi því til 1975 er hann var skipaður sóknarprestur í Fella- og Hólaprestakalli (síðar Fellaprestakalli) í Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra. Hann sat á Kirkjuþingi frá 1982 og í Kirkjuráði frá 1990-2002. Hann var formaður stjórnar Kirkjuhússins og Útgáfufélagsins Skálholts frá 1990 og sat í stjórn Fjölskylduþjónustu kirkjunnar frá 1992 og í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar 1993-1999.
Hann var kvæntur Sigrúnu Ingibjörg Halldórsdóttur kennara og áttu þau 4 börn. Hann lést 28. mars 2007.

Séra Ágúst Sigurðsson tók við af séra Hreini.
Hann þjónaði í prestakallinu frá 15. október 1970- 1. júní 1972.
Séra Ágúst var fæddur á Akureyri 15. mars 1938, sonur hjónanna sr. Sigurðar Stefánssonar, síðar vígslubiskups Hólastiftis, og eiginkonu hans frú Maríu Ágústsdóttur. Hann varð stúdent frá MA 17. júní 1959 og lauk kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 3. júní 1965. Lauk réttindanámi til þjónustu í dönsku kirkjunni 1981.
Hann vígðist 20. júní 1965 til þjónustu í Möðruvallaprestakalli, varð sóknarprestur í Vallanesi á Völlum 1966-1970, í Ólafsvík 1970-1972 og á Mælifelli í Skagafirði 1972-1983. Sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn var hann 1983-1989 og sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði 1989 uns hann lét af störfum vegna veikinda árið 2002. Hann sinnti einnig kennslu og fleiri störfum og gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Sr. Ágúst var formaður Félags fyrrum þjónandi presta. Séra Ágúst sinnti einnig ritstörfum og flutti fjölmarga útvarpsþætti. Meðal bóka eftir hann bókaflokkurinn Forn frægðarsetur og bókaflokkur um kirkjur á Vestfjörðum var gefinn út árin 2005 -2008. Níunda bók sr. Ágústar, Öll þau klukknaköll, kom út í fyrra, að hálfu byggð á samnefndum útvarpsviðtölum við prestkonur frá vetrinum 2008-2009. Viðtölin voru liður í gagnasöfnun Ágústar fyrir Prestsetrasafnið á Útskálum, en hann skrifaði um fleiri hundruð prestsetur fyrir safnið, allt frá Hvalfjarðarbotni til Hellisheiðar. Tíunda bókin kom út í byrjun árs 2011, en eiginkona sr. Ágústar er meðhöfundur að síðustu bókum hans.
Séra Ágúst var kvæntur Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri og bókasafnskennari, f. 14. nóv. 1940. Þau áttu tvö börn. Hann lést 22. ágúst 2010.

Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson var þriðji sóknarprestur Ólafsvíkurprestakalls.
Hann þjónaði þar frá frá 15. nóvember 1972- haustið 1980.
Séra Árni Bergur fæddist 24. janúar 1941, sonur dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og frú Magneu Þorkelsdóttur. Hann var Stúdent frá M.R. 1968 og Cand. theol. frá Háskóla Íslands 1972. Hann sótti námskeið í biblíuþýðingum í Halle í Þýskalandi 1971 og dvaldi við við San Francisco Theological Seminary 1978. Framhaldsnám í nýjatestamentisfræðum stundaði hann við Lundarháskóla 1978-80.
Séra Árni Bergur þjónaði sem sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1972 til 1980 og í Ásprestakalli í Reykjarvíkurprófastsdæmi vestra frá 1980. Hann átti sæti í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1981 og í þýðingarnefnd Gamla testamentisins frá 1990. Meðal ritstarfa hans má nefnda nýja þýðingu úr frummáli á Apókrýfum bókum Gamla testamentistins sem kom út á vegum Biblíufélagsins árið 1994. Séra Árni Bergur var stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands frá hausti 1982. Hann var prófdómari í grísku og nýjatestamentisfræðum frá 1977 og gamlatestamentisfræðum og kirkjusögu frá 1990. Hann gegndi fjölda félags – trúnaðarstarfa, átti meðal annars sæti í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 1982 – 88, í kjaranefnd Prestafélags Íslands 1982-1986 og sat í framkvæmdanefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar 1984–1986. Hann sinnti einnig kennslustörfum við barna og unglingaskólann á Bíldudal 1960–1963 og við Grunnskólann í Ólafsvík 1972–1978.
Árni Bergur var kvæntur Lilju Garðarsdóttur og áttu þau þrjú börn. Hann lést laugardaginn 17. september 2005.
Séra Guðmundur Karl Ágústsson var sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1. janúar 1981 til 1. september 1987. Hann vígðist til kallsins 11. janúar 1981 og var skipaður frá 1. julí sama ár. Séra Guðmundur Karl er fæddur 1. apríl 1953. Hann er varð fyrsti sóknarprestur Hólaprestakalls í Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra frá 1. september 1987 og þjónar þar enn. Hann sinnti aukaþjónustu í Setbergsprestakalli

Séra Friðrik J. Hjartar var sóknarprestur í Ólafsvík frá 15. nóvember 1987- til sama dags 1999.
Hann vígðist til Hjarðarholtsprestakalls 6. júlí 1980 og skipaður frá 1.sama mánaðar. Hann hefur verið prestur í Garðaprestakalli í Garðabæ í Kjalarnesprófastsdæmi frá 15. nóvember 1999.
Séra Friðrik er fæddur 8. október 1951. Hann er kvæntur Önnu Nisldóttir og eiga þau 3 börn.

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónaði prestakallinu frá 1. febrúar 2000-2005.Hann vígðist til kallsins 23. janúar 2000.
Séra Óskar er fæddur 24. mars 1973. Hann varð prestur í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi 2005 og er nú prestur í Selfossprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Menntun: Stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1993. Kandídatspróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands vorið 1999. Masterspróf í guðfræði frá guðfræðideild H.Í. í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Sex mánaða námsleyfi í Winnipeg í Kanada 2008, rannsóknir á Vestur-Íslendingum.
Starfsferill: Almenn sveitastörf, sjómennska og umhirða íþróttamannvirkja á sumrum til tvítugs. Stundakennsla við Menntaskólann að Laugarvatni haustið 1993, kennsla við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1994-1995 og við Sandvíkurskóla á Selfossi 1997-1998. Blaðamaður á Sunnlenska Fréttablaðinu 1998-1999. Vígður til Ólafsvíkurprestakalls í janúar 2000. Valinn prestur í Akureyrarprestakalli haustið 2005. Settur sóknarprestur í Selfossprestakalli 1. janúar 2009. Valinn prestur í Selfossprestakalli í febrúar 2010 með sérstakar skyldur við Selfosskirkju.
Fjölskylda: Kvæntur Elínu Unu Jónsdóttur íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Börn: Helga Margrét f. 2001 og Óskar Snorri f. 2004.

Séra Magnús Magnússon var síðasti prestur Ólafsvíkurprestakalls.
Hann þjónaði frá desember 2005 til 1. desember 2009. Varð þá prestakallinu sameinað við Ingjaldshólsprestakall á ný og varð að Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.
Séra Magnús er fæddur 9. desember 1972 á Staðarbakka í Miðfirði. Hann var vígður til Skagastrandarprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi 26. nóvember 2000 og skipaður frá 1. desember sama ár. Hann er nú sóknarprestur Breiðabólsstaðarprestakalls í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Séra Magnús er kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn.