Prestar Ingjaldshólsprestakalls

Upplýsingar um presta sem hafa þjónað Ingjaldshólsprestakalli.

Þessir prestar hafa þjónað Ingjaldshólsprestakalli:

Þrír prestar þjónuðu Ingjladshólsprestakalli. Það kom í stað Söðulshólsprestakalls, er sameinaðist Staðastaðarprestakalli og náði yfir Ingjalds-, Hellna og Búðasóknir. Prestssetur var á Hellissandi. Hellna- og Búðasóknir fluttust síðar undir Staðarstaðarprestakall.

Fyrsti prestur nýstofnaðs prestakalls var séra Ólafur Jens Sigurðsson. Hann var settur frá 1. janúar 1994 og þjónaði til 1. janúar 2000.  Hann var með aukaþjónustu í Staðastaðarprestakalli í 12 mánuði frá 1994-1996.

Hann var vígður 9. júlí 1972 og settur sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi 28. júní sama ár frá 1. júlí til 1. október 1973.  Veitt Hvanneyrarprestakall í Borgarfjarðarprófastsdæmi 21. september 1973 frá 1. október sama ár til 31. desember 1986.  Ráðinn fangaprestur frá 1. september 1986.  Skipaður sóknarprestur á Þingeyri í Ísafjaraðarprófastsdæmi 1. mars 1993.  Félagsmálastjóri í Snæfellsbæ frá 1. janúar 1995 til maí 1998.  Kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1999.

innsetningarmessa lilja kristin Kristín Þorsteinsdóttir

Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir tók við af séra Ólafi Jens 1. maí 2000. Hún þjónaði Ingjaldshólsprestakalli til 2003.

 Hún vígðist til Raufarhafnarprestakalls í Þingeyjarprófastsdæmi 15. júní 1997 og skipuð frá sama degi. Hún var síðar sett sem prestur við Breiðholtskirkju 1. mars 2003, en hún lét síðan af störfum 1. september 2005 og er nú sóknarprestur í Noregi.

Séra Lilja Kristín er fædd 4. október 1969.  Hún er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni og eiga þau 3 börn.

Þriðji og síðast sóknarpresturinn var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir.  Hún var vígð til Ingjaldshólsprestakalls 29. júní 2003.

Hún þjónaði Ingjaldshólsprestakalli frá 2003 og tók við sameinuðu prestakalli 1. desember 2009. Hún fékk sóknarprestsembætti í Norsku kirkjunni og tók þar við störfum 1. apríl 2012.

Séra Ragnheiður Karítas er fædd 4. júní 1958. Hún á tvær dætur.

Gestir:3113 Gestir í dag: 4 Gestir í allt: 2626420