Þessir prestar hafa þjónað Nesþingum:
Séra Halldór Oddsson fékk kall fyrir 1200
Séra Jón Óttarsson var á Saxhóli fyrir 1380
Séra Ólafur Kolbeinsson fékk kall fyrir 1390, fór í Reykholt í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1392 og fékk kall á Staðarstað/Stað á Ölduhrygg 1394.
Séra Böðvar Jónsson fékk kall fyrir 1480, en hann kom frá Hjarðarholti í Dalaprófastsdæmi, en fékk kall þar 1462 og var þar til líklega 1478.
Hann var þar áður í Hvammi í Dalaprófastsdæmi.

Séra Rafn 1530
Séra Þórður Halldórsson 1550, hann fékk síðar kall að Setbergi 1568.
Séra Steingrímur Jónsson fékk kall um 1570, en hann fór að Tröllatungu í Strandaprófastsdæmi 1575 og fór svo að Kolbeinsstöðum 1587 og Breiðuvíkurþing 1609. Hann lést eftir 1612.
Séra Jón Jónsson fékk kall fyrir 1580 þar til dauðadags 1615. Fæddur um 1520.
Séra Jón Böðvarsson eldri fékk kall 1615, „missti prestskap um hríð eftir 1620, en fékk uppreisn, og missti aftur embætti 1631.“ Hann var áður prestur í Húsafelli í Borgarfjarðarprófastsdæmi og fékk kallið 1605.
Séra Guðmundur Jónsson fékk kall 22. febrúar 1632. Séra Guðmundur var fæddur um 1602 og lést í embætti 1. febrúar 1670.
Séra Jón Guðmundsson varð aðstoðarprestur í Nesþingum 1666, en hann kom frá Helgafelli þar sem hann var vígður sem aðstoðarprestur 23. maí 1658.
Hann var fæddur 1635 og lést 19. maí 1694 Frá Nesþingum fór hann 1667 að Staðarhrauni í Mýraprófastsdæmi sem hann fékk veitingu fyrir og þjónaði til dánardags, en missti prestsskap 1682, en fékk uppreisn 8. desember 1683.
Séra Sigurður Halldórsson var vígður 6. mars 1670 til Nesþinga, ekki fullaldra, var aðeins þetta ár í prestskap.
Séra Jón Björnsson fékk kall 1696 og fór að Setbergi 19. júní 1711. Hann var fæddur um 1667 og lést 59 ára í ágúst 1726.
Séra Guðni Jónsson fékk kall 1713 og missti embætti 1738. Hann var fæddur um 1688 og lést 1746.
Séra Torfi Bjarnason var vígður til Nesþinga 9. nóvember 1738. Hann lést í apríl 1739.
Séra Ísleifur Pálsson fékk kall 1739 og lést í embætti 18. febrúar 1744, 37 ára.
Hann var fæddur um 1707. Hann vígðist til Garpsdals í Barðastrandarprófastsdæmi 4. maí 1732 og fékk kallið 22. apríl sama ár.
Séra Guðmundur Ísleifsson fékk kall 1744 og andaðist í embætti 24. júní 1758, 62 ára.
Hann var fæddur um 1696. Hann var vígður 1720 til Garpsdals í Barðastrandarprófastsdæmi og fékk þar kall 26. júní sama ár. Hann fékk síðan Stað á Reykjanesi í sama prófastsdæmi 11. apríl 1727. Hann varð prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1739. Þaðan fór hann að Nesþingi.
Séra Jón Sigurðsson fékk kall 3. janúar 1759. Hann var fæddur um 1731 og lést í embætti 19. desember 1777.
Hann vígðist sem aðstoðarprestur séra Einars Þórðarsonar í Hvammi í Dalaprófastsdæmi 16. október 1757. Hann var síðan settur sóknarprestur 1757 til 1759 í Breiðabólsstaðarprestakalli.
Séra Steindór Jónsson vígðist sem aðstoðarprestur séra Jóns 5. október 1766. Hann tók við Nesþingum 1777 og þjónaði þar hann fékk Staðarhraun í Mýraprófastsdæmi 8. mars 1780.
Hann var fæddur 1740 og lést í embætti sóknarprests í Hvammi í Mýrarprófastsdæmi 1. mars 1797, þá 56 ára. Hann fékk þar kall 16. maí 1792.
Séra Erlendur Vigfússon fékk kall 8. mars 1780. Séra Erlendur fékk lausn frá embætti 9. nóvember 1791.
Áður hafði hann þjónað Staðarhrauni í Mýraprófastsdæmi, en þangað fékk hann kall 5. maí 1767 og vígðist þangað 9. júní sama ár. Hann var fæddur 1734 og lést 14. júlí 1812, þá 78 ára.
Séra Jón Ásgeirsson fékk kall 21. janúar 1792. Hann var fæddur 25. apríl 1758 og lést í embætti 18. nóvember 1834.
Séra Jón var vígður til Hvamms í Mýrarprófastsdæmi 10. júní 1786 og fékk kallið 18. september sama ár.
Séra Ólafur Guðmundsson var vígður aðstoðarprestur séra Jóns 25. september 1825.
Hann fór héðan 1836 og fékk svo kall að Hjaltabakka í Húnavatnsprófastsdæmi 18. janúar 1841og Höskuldsstaði í sama prófastsdæmi 19. september 1862. Hann lést þar 16. janúar 1867, þá 70 ára. Hann var fæddur 23. nóvember 1796.
(Séra Benedikt G, Scheving fékk kall 3. mars 1835, en kom ekki. Hann „vígðist síðar til prestakalls í Danmörku og þjónaði þar til dauðadags.“ )
Séra Þorgrímur G. Thorgrímssen fékk kall 4. júní 1836 og og fór síðan í Saurbæjarprestakall í Borgarfjarðarprófastsdæmi 6.3 1849 og fékk lausn frá embætti 1866.
Hann var vígður til Keldanþinga í Rangárvallaprófastsdæmi 21. maí 1826 og fékk kallið 7. febrúar sama ár. Hann var fæddur 1788 og lést 12. nóvember 1870.
Séra Árni Böðvarsson var vígður til Nesþinga 12. ágúst 1849 og fékk kall frá 13. júní sama ár. Hann var settur prófastur Snæfellsnesprófastsdæmis 19. mars 1855 frá 7. sama mánaðar.
Hann fékk Setberg frá 30. mars 1861 og Eyri í Ísafjarðarprófastsdæmi 25. apríl 1866. Hann varð prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi 29. september 1869, en settur 16. apríl 1868.
Hann var fæddur 24. október 1817 og lést 25. apríl 1889, þá 71 árs.
Stúdent frá Bessastaðaskóla 1843. Stundaði fyrst um sinn kennslu í Reykjavík og var biskupsritari til þess að hann fékk Nesþing.

Séra Þorvaldur Stefánsson var vígður 9. júní 1861 og fékk kallið frá 24. maí sama ár.
Hann fór að Hvammi í Mýrarprófastsdæmi 4. febrúar 1867. Hann fékk svo Árnes í Strandaprófastsdæmi frá 19. september 1883, en lést í Hvammi 11. maí 1884, þá 48 ára, áður en hann komst að Árnesi. Hann var fæddur 8. apríl 1836.

Séra Ísleifur Einarsson fékk kall 20. mars 1867 og fór að Stað í Grindavíkí Kjalarnesprófastsdæmi 19. ágúst 1868.
Hann missti embættið 10. mars 1871. Hann fékk Begstaði í Húnavatnsprófastsdæmi 18. júní 1973 og fór þaðan að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi 12. júlí 1875. Han fór að Stað í Steingrímsfirði í Strandaprófastsdæmi 13. júlí 1883 og fékk lausn frá embætti 11. febrúar 1892.
Hann var fæddur 24. mars 1833 og lést 27. október 1895.
Séra Guðmundur Guðmundsson fékk kall 26. október 1868. Hann lést í embætti 29. janúar 1875, þá 67 ára.
Hann var áður skipaður sóknarprestur í Breiðuvíkurþingum frá 31. október 1862 og þjónaði Einarslónssókn áfram frá Nesþingum til dauðadags. Hann var vígður 9. júní 1861 og fékk Staðarhraun í Mýraprófastsdæmi frá 23. maí sama ár.
Hann var fæddur 11. ágúst 1807.

Séra Jens Vigfússon Hjaltalín fékk kall 5. maí 1875 og fór að Setbergi 4. nóvember 1881
Hann var vígðut til Skeggjastaða í Múlaprófastsdæmi 12. maí 1867, en fékk kallið 11. febrúar sama ár. Hann fékk lausn frá embætti vegna veikinda 14. júní 1873. Hann var settur í embætti á Staðarstað og þjónaði jafnframt Breiðuvíkurþingum frá 20. maí 1874. Hann fékk veitingu svo fyrir Nesþingum og síðan Setbergi. Hann fékk lausn frá embætti 29. október 1918.
Hann var fæddur 12. janúar 1842 og lést 18. janúar 1930, þá 88 ára. Sjálsævisaga hans hefur verið gefin út og nefnist hún „Kátlegur guðsmaður“.

Séra Helgi Árnason þjónaði Nesþingum frá því að honum var veitt þau 25. júlí 1882 og þar til að hann flyst að Kvíabekk í Ólafsfirði í Eyjafjarðarprófastsæmi 27. apríl 1908. Hann hafði tvisvar hjá sér aðstoðarpresti í Nesþingum. Hann bjó í Ólafsvík.
Hann var settur prófastur Snæfellsnesprófastsdæmis 27. júlí 1893 þar til 22. febrúar 1895.
Hann var vígður til Sanda í Ísafjarðarprófastsdæmi 18. september 1881 og fékk kallið 7. sama mánaðar. Hann fékk lausn frá embætti að Kvíabekk 3. mars 1924. Hann fékk Hvanneyri í Eyjafjarðarprófastsæmi 27. janúar 1888, en fór þangað ekki.
Séra Helgi var fæddur 11. ágúst 1857 og andaðist 9. júní 1938, þá 80 ára.

Séra Jónmundur Júlíus Halldórsson var vígður aðstoðarprestur séra Helga 14. október 1900 og þjónaði þar með Nesþingum frá þeim tíma og þar til hann fór að Barði í Fljótum í Skagafjarðarprófastsdæmi 25. ágúst 1902.
Þaðan fór hann að Mjóafirði í Múlaprófastsdæmi 11. mars 1915 og fékk lausn frá embætti 20. maí 1916. Hann var síðan settur sóknarprestur á Stað í Grunnavík í Ísafjarðarprófastsdæmi 11. maí 1918 frá fardögum og var skipaður þar 8. september 1921. Fékk lausn frá embætti 20. maí 1954 frá fardögum sama ár. Gekkst fyrir stofnun Kaupfélags Fkjótamanna.
Séra Jónmundur var fæddur 4. júlí 1874 og lést 9. júlí 1954.

Séra Sigurður Guðmundsson var vígður aðstoðarprestur séra Helga 23. september 1906 og þjónaði þar með Nesþingum frá þeim tíma og þar til hann fór að Þóroddsstað í Þingeyjarprófastsdæmi 17. nóvember 1908.
Hann fékk lausn frá embætti 3. janúar 1919. Ritari Verslunarráðs Íslands frá 1919 til æviloka.
Séra Sigurður var fæddur 25. júlí 1876 og lést 12. febrúar 1940, þá 63 ára.

Séra Guðmundur Einarsson þjónaði Nesþingum frá 22. júlí 1908 til 3. ágúst 1923 er hann fékk Þingvelli í Árnesprófastsdæmi. Hann var vígður til kallsins 16. ágúst 1908.
Hann fékk veitingu fyrir Mosfelli, einnig í Árnesprófastsdæmi, 23. júní 1928. Settur prófastur í Árnesprófastsdæmi 29. ágúst 1942 frá 1. september sama ár og skipaður 21. september 1943 frá 1. sama mánaðar. Hann var oddviti hreppsnefndar Ólafsvíkurhrepps, sat í sýslunefnd og formaður Sparisjóðs Ólafsvíkur frá 1916-23. Hann varð prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi 11. apríl 1917.
Séra Guðmundur var fæddur 8. september 1877 og lést í embætti 8. febrúar 1948, þá 70 ára.

Séra Magnús Guðmundsson var síðasti sóknarprestur Nesþinga. Hann þjónaði sem sóknarprestur frá 1. júlí 1923 til 1. október 1963. Hann sat í Ólafsvík.
Hann var fyrst settur sem sóknarprestur 29. júlí 1923, en veitt embættið 14. mars 1924 og skipaður frá 1. júní sama ár. Hann var áður aðstoðarprestur (séra Guðmundar Einarssonar) í prestakallinu og vígður þangað 23. júní 1921.
Nágrannaþjónusta í Búða- og Hellnasóknum veturinn 1955-56. Hann varð prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi 13. ágúst 1962 frá 1. sama mánaðar. Hann var ráðinn frá 1. nóvember 1963 sjúkrahúsprestur í Reykjavík . Lét af störfum 1. júní 1971.
Formaður Sparisjóðs Ólafsvíkur frá 1923-63. Eftir hann er sálmur nr. 150 í sálmabókinni „Heyr gleðiboðskap þann“, sem er páskasálmur.
Séra Magnús var fæddur 30. júlí 1896 og lést 1. ágúst 1980. Eiginkona hans var Rósa Einarsdóttir og áttu þau 5 börn.
Myndirnar sem eru merktar eru í eigu Byggðasafns Ólafsvíkur. Aðrar eru fegnar af vef Ísmús.