Prestar Ólafsvíkur og Ingjaldshólsprestakalls

Þessir prestar hafa þjónað Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli:

Fyrsti prestur sameinaðs prestakalls Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir.

Hún var vígð til Ingjaldshólsprestakalls 29. júní 2003.

Hún þjónaði Ingjaldshólsprestakalli frá 2003 og tók við sameinuðu prestakalli 1. desember 2009. Hún fékk sóknarprestsembætti í Norsku kirkjunni og tók þar við störfum 1. apríl 2012.

Séra Ragnheiður Karítas er fædd 4. júní 1958. Hún á tvær dætur.

Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni, 15. maí 2011. Ljósmynd: Árni Svanur Daníelsson

Kristný Rós Gústafsdóttir var djákni í prestakallinu frá 1. september 2011 til 31. janúar 2012.

Frá 2012 til 2022 var sóknarprestur séra Óskar Ingi Ingason.

Hann þjónaði hér frá 1. júní 2012 til 1. september 2022 sem sóknarprestur Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Séra Óskar Ingi er fæddur 6. júlí 1969. Hann er kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur, leikskólakennara.

Hann þjónaði frá 19. mars 1995, þegar hann var vígður, og til 31. maí 2012 í Dalaprestakalli, en það prestakall hét fyrst Hjarðarholtsprestakall og var svo sameinað 2005 við Hvammsprestakall og hér Hjarðarholts- og Hvammsprestakall þar til að nafninu var breytt í Dalaprestakall 2007. Hann var kirkjuþingmaður vígðra í Vesturlandsprófastsdæmi frá 2010-2014. Hann fór til Noregs og þjónar sem sóknarprestur í Arnadal og Skjee sóknum í norsku kirkjunni og starfssaðstöðu í Stokke.

Gestir:2975 Gestir í dag: 5 Gestir í allt: 2626326