Þessir prestar hafa þjónað Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli:

Fyrsti prestur sameinaðs prestakalls Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir.
Hún var vígð til Ingjaldshólsprestakalls 29. júní 2003.
Hún þjónaði Ingjaldshólsprestakalli frá 2003 og tók við sameinuðu prestakalli 1. desember 2009. Hún fékk sóknarprestsembætti í Norsku kirkjunni og tók þar við störfum 1. apríl 2012.
Séra Ragnheiður Karítas er fædd 4. júní 1958. Hún á tvær dætur.

Kristný Rós Gústafsdóttir var djákni í prestakallinu frá 1. september 2011 til 31. janúar 2012.

Núverandi sóknarprestur er séra Óskar Ingi Ingason.
Hann hefur þjónað hér frá 1. júní 2012 er hann var skipaður sóknarprestur Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.
Séra Óskar Ingi er fæddur 6. júlí 1969. Hann er kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur, leikskólakennara.
Hann þjónaði frá 19. mars 1995, þegar hann var vígður, og til 31. maí 2012 í Dalaprestakalli, en það prestakall hét fyrst Hjarðarholtsprestakall og var svo sameinað 2005 við Hvammsprestakall og hér Hjarðarholts- og Hvammsprestakall þar til að nafninu var breytt í Dalaprestakall 2007. Hann er kirkjuþingmaður vígðra í Vesturlandsprófastsdæmi frá 2010-2014.