Frá vefnum garður.is:
Þegar kom fram á 4. áratug tuttugustu aldar fór kirkjan á Ingjaldshóli að eiga undir högg að sækja, því hún þótti of langt fyrir utan þéttbýlið, rétt væri að reisa kirkju niður á Hellissand. Af því varð þó aldrei en árið 1993 hófust framkvæmdir við byggingu safnaðarheimilis til lausnar á aðstöðuleysi safnaðarins og tryggja þar með kirkjuna í sessi á Ingjaldshóli.
Safnaðarheimilið var svo vígt 19. október 1997.
Arkitekt hússins var Magnús H.Ólafsson. Byggingameistarar voru Ómar og Smári J. Lúðvíkssynir. Smári sem var formaður sóknarnefndar var einnig byggingastjóri.
Í safnaðarheimilinu eru tveir fornir legsteinar sem fluttir voru úr kirkjugarðinum þar sem kirkjur stóðu áður fyrr. Annan þeirra lét Eggert Ólafsson gera yfir gröf Guðmundar Sigurðssonar sýslumanns tengdaföður síns árið 1753. Hinn er frá árinu 1694 og var yfir gröf Magnúsar Jónssonar lögmanns.
Í safnaðarheimilinu er einnig málverk af Kristófer Kólumbusi, sem listmálarinn Áki Grönz málaði. En samkvæmt munnmæla sögum frá síðari hluta 15. aldar, fór Kólumbus til Íslands til að rannsaka leið norrænna sæfara til norður Ameríku. Sagt er að hann hafi komið að Ingjaldshóli árið 1477 og haft þar verursetu.
Frá víglsu safnaðarheimilisins: Frétt í Morgunblaðinu.

Gestir:1063 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2478020