ferming_0.jpg

Söfnun fermingarbarnanna

Mánudaginn 5. nóvember og þriðjudaginn 6. nóvember 2012munu fermingarbörn næsta vors ganga í hús á Hellissandi, Rifi og í Ólafsvík frá 17:30-21. Safnað verður til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Starfsfólk kirkjunnar fræðir um 3000 fermingarbörn um aðstæður í löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Um 2000 Fermingarbörnin hittu Innocent Kaphinde og Doniu Phiri frá Malaví á fermingarbarnamótinu í síðustu viku á Laugum. Þau sögðu þeim frá lífi sínu og aðstæðum í Malaví. Í fræðslunni heyrðu börnin um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem gjörbreytir lífinu til hins betra. Sjúkdómum og dauðsföllum fækkar, stelpur komast frekar í skóla, þegar þær eru ekki uppteknar við að sækja vatn, margar ferðir, margra km leið, og mæður fá meiri tíma til uppeldis og ræktunar.

Með því að ganga í hús gefa fermingarbörnin okkur tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni.

Þetta er í 14. sinn sem söfnunin er haldin. Í fyrra söfnuðu fermingarbörn 8 milljónum króna. En samtals hafa þau í gegnum árin safnað um 75 milljónum króna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.

Viðbót: Söfnunin gekk vel í kvöld og vel tekið á móti börnunum.
Á morgun verða tekna síðustu 2-3 göturnar í Ólafsvík á morgun. Farið var í öll hús á Hellissandi og Rifi í kvöld.

Viðbót 2: Nú er síðasti hópurinn lagður af stað í að safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar í Ólafsvík. Fermingarbörnin standa sig vel! 🙂

Hægt er að styðja einnig með því að leggja inn á reikning 334-26-56200, kt. 450670-0499. Eða að hringja í 9072003 og gefa 2.500,-.

Viðbót 3: Vel gekk og safnaðist fyrir um það bil hálfum brunni. Nánar seinna. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Þorp í Afríku kemur til með að upplifa mikla blessun vegna framlags þeirra sem söfnuðu og sem gáfu í söfnunina.

Gestir:1943 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2477997