TTT ferð í Vatnaskóg

Farið verður í ferð í Vatnaskóg með börnum sem hafa verið virk í TTT-starfi í sóknunum í vetur.

Farið verður af stað kl. 15:45 föstudaginn 26. apríl frá skólanum á Hellissandi, komið við á stoppustöðvum á Rifi og lagt af stað frá kirkjunni í Ólafsvík kl 16.

Komið verður aftur í Snæfellsbæ sunnudaginn 28. apríl um kl. 15:30 og farið á sömu viðkomustaði.

Frekari upplýsingar eru hjá sóknarpresti (s:436-6920).

Verð á barn í ferðina er 8.400 krónur sem greiðast fyrir brottför.

Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi fyrir lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, sundföt, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem og Nýja testamenti. Sælgæti er ekki leyfilegt í Vatnaskógi.

Hallveig Hörn, Óskar Ingi og Íris Ósk.

Gestir:1445 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626218