Á miðvikudagskvöld, 24. september, ganga unglingarnir okkar í hús og safna áheitum vegna kærleiksmaraþons til að safna fyrir þátttöku æskulýðsfélagsins á landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar hér í Snæfellsbæ.
Kærleiksmaraþon verður haldið í október. Fyrirmynd þess er fengin frá Vopnafirði og maraþonið þar er lýst svona:
„Kærleiksmaraþonið er einfalt í framkvæmd þar sem allir taka þátt og hefur jafnframt mikla boðun og liggur nálægt þeim áherslum sem við viljum hafa í unglingastarfinu. Maraþonið felst í því að fólk heiti á unglinga að láta gott af sér leiða fyrir náungann og samfélagið. Krakkarnir safna áheitum, svo hefur verið í einn dag opið hús í safnaðarheimilinu þar sem boðið er upp á vöfflur, djús og kaffi, bílaþvott ofl. allt – ókeypis. Vegna þess að allir þekkja alla hér á Vopnafirði hafa þau lika gengið í öll hús og boðið fram aðstoð sína við létt heimilisstörf, en þetta má svosem útfæra á margvíslegan hátt .“
Fyrirkomulag maraþonsins verður auglýst síðar.
Hægt er einnig að koma á staðinn þegar maraþonið fer fram og heita á unglingana eða styrkja þau með því að leggja á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).
Tökum vel á móti unglingunum okkar.