Kærleiksmaraþon: kaffihús, bingó og bílaþvottur

Frá klukkan 20 á sunnudag 20. október verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþoni að safna áheitum fyrir þátttöku á landsmót ÆSKÞ(link is external)  í Snæfellsbæ 25.-27. október.

Maraþonið hefst með kvöldguðsþjónustu kl. 20 þar sem stemningin verður létt og ljúf.

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu (um 20:45) og bingó, andlitsmálningu og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.

Gengið verður um og gerð góðverk laugardaginn 19. október, líklega frá um 14-15, meðal annars hjálpað til við bílaþvott á planinu hjá ÓK, boðið upp á að þvo bíla á Hellu, Hellissandi og viðskiptavinir aðstoðaðir í Kassanum og Hraðbúðinni.

Einhverjir gera góðverkin á sunnudeginum og mánudegi hugsanlega. En bílaþvottur er aðeins á laugardegi.

Hægt er að heita á þau enn, með því að koma með í bauk í kirkjunni eða leggja inn á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Gestir:2706 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2626185