Sá sem hefur eyru hann heyri

Biblíumaraþon 2014

Unglingarnir okkar ætla að lesa biblíuna í Ólafsvíkurkirkju í 14 tíma, frá klukkan 8 í kvöld (föstudaginn 17. nóvember)  til klukkan 10 í fyrramálið.

Áheitasöfnun hefur gengið vel, en einhver hús eru eftir og farið verður í þau í kvöld.  Hægt er að heita á þau með því að leggja inn á reikning 194-05-401623 (kt. 430111-0350) eða koma á staðinn.

Þau eru að safna fyrir ferð á Landsmót æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Hvammstanga 24. – 26. október.

Allir eru velkomir að kíkja í kirkjuna og hlusta á lesturinn. 

Gestir:2114 Gestir í dag: 4 Gestir í allt: 2626440