Æskulýðsfélagið vann farandsbikar á landsmóti

Æskulýðsfélag Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskirkna (vinnuheiti ÆSK SNÆ) fór á landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar) 25. til 27. október 2013.  Mótið var hið stærsta hingað til og voru yfir 640 unglingar og leiðtogar á mótinu sem haldið var í Keflavík.

Mótið tókst vel og fóru unglingarnir hver til sín heima, glöð og ánægð, en nokkuð þreytt.  Haldin var búningakeppni og hæfileikakeppni.  Æskulýðsfélag kirkjunnar okkar  fór með sigur af hólmi í hæfilekakeppni, en þar keppti Hlöðver Smári Oddsson fyrir hópinn með gítar og söng að vopni.  

19 unglingar fóru héðan og stóðu sig vel, en er ekki laust við að strax sé komin tilhlökkun fyrir næsta landsmót að ári!

Umsjónarmenn æskulýðsstarfsins eru Ólöf Birna Jónsdóttir og Eydís Sól Jónsdóttir.

Kærar þakkir til allra þeirra sem styrktu unglingana með áheitum í Biblíulestrarmaraþoninu þegar safnað var fyrir ferðinni.  

Myndin sem fylgir fréttinni er af heimasíðu landsmótsins.  Þess ber að geta að æskulýðsfélagið var skráð undir nafni Æskulýðsfélags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna og skammstöfuninni ÆSK SNÆ, þannig að textinn á myndinni um að Ólafsvík vann 2013 er ekki frá okkur kominn.  Við unnum öll!  

Gestir:2735 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2626390