Kærleiksverk og kærleiksmaraþon á sunnudag

Frá klukkan 15 á sunnudag verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþoni að safna áheitum fyrir ferð á landsmót ÆSKÞ  á Akureyri 21.-23. október.

Maraþonið endar með dægurlagaguðsþjónustu kl. 17 þar sem leikin verða dægurlög og stemningin létt.
 
Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu frá klukkan 15 og eins upp á bingó og andlitsmálun.

​Kökubasar til styrktar ferðinni.

Ýmislegt annað verður brallað og meðal annars bankað upp á hjá ýmsum og boðist til að hjálpa við létt heimilsverk.  

Hægt er að heita á þau enn, með því að koma með í bauk í kirkjunni eða leggja inn á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Gestir:1549 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2478067