Kærleiksmaraþon æskulýðsfélagsins stendur yfir þessa viku. Miðvikudaginn 18. október kl. 20 er boðið upp á opið hús og kaffihús í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju. Boðið upp á bílaþvott, ef veður leyfir, bingó, andlitsmálningu, veitingar og gott skap. Allt að kostnaðarlausu. Gengið verður um og gerð góðverk þriðjudag og miðvikudag. Safnað hefur verið áheitum fyrir maraþonið til að fara á landsmót á Selfossi. Enn er hægt að styrkja þau með því að leggja á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).
Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar! Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!
Gestir:904 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626442