Landsmót ÆSKÞ 2014

 

Æskulýðsfélag kirkjunnar okkar fer á landsmót(link is external) Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ(link is external)) á Hvammstanga 24.-26. október. 

21 ungmenni fara héðan, auk 3 leiðtoga.  Fleiri vildu koma eftir að frestur var liðinn , en var þá því miður orðið of seint að fá samþykki landsmótsnefndar vegna undirbúnings þeirra.  Er gaman er að áhuginn sé svona mikill.

Lagt verður af stað frá Hellissandi kl. 13 (N1) og frá Ólafsvíkurkirkju kl. 13:30.  Keyrt verður í gegnum Rif á leið til Ólafsvíkur.  Vinsamlega mætið tímanlega! 

(ATHUGIÐ LAGT ER AF STAÐ FYRR EN ÁÐUR VAR TALAÐ UM! )

Vel safnaðist í áheitasöfnun vegna biblíumaraþonsins, en ekki hefur allt skilað sér, svo að eins og staðan er í dag þarf hver þátttakandi að greiða kr. 2.000,- í ferðina, auk þess sem þegar er greitt.

Ef meira skilar sér að þá lækkar verðið.

Dagskrá landsmótsins:

Föstudagur
•    13:00 Brottför frá N1 Hellissandi
•    13:30 Brottför frá Ólafsvíkurkirkju

•    17:00 – 17:45 Æskulýðsfélögin mæta á Hvammstanga
•    18:00 Mótssetning
•    18:30 Kvöldmatur – fyrri hópur
•    19:00 Kvöldmatur – seinni hópur
•    20:00 Kvöldvaka
•    20:35 Skráning í hópastarf
•    21:00 Frjáls tími hefst:
Sundlaugarpartý, Video, Lofgjörðarstund, Spil
•    23:00 Kvöldhressing
•    23:30 Helgistund
•    00:00 Svefnró
 
Laugardagur
•    08:30 Vakning
•    09:00 Morgunmatur – fyrri hópur
•    09:30 Morgunmatur – seinni hópur
•    10:00 Fræðslustund
•    11:30 Hádegismatur – fyrri hópur
•    12:00 Hádegismatur – seinni hópur
•    12:45 Hópastarf
•    14:00 Karnival
•    16:00 Hæfileikakeppni æskulýðsfélaganna
•    18:00 – 19:00 Frjáls tími
•    19:00 Kvöldmatur – fyrri hópur
•    19:30 Kvöldmatur – seinni hópur
•    20:00 Kvöldvaka
•    22:00 Búningaall
•    00:00 Helgistund
•    00:30 Svefnró
 
Sunnudagur
•    08:30 Vakning
•    09:00 – 10:30 Morgunmatur
Farangur settur í rútur áður en farið er í morgunmat
•    11:00 Guðsþjónusta í Hvammstangakirkju
12:00 Brottför

Gisting
Gist verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga og Laugarbakka. Einnig verður gist í leikskólanum Ásgarði. Rútur munu aka þátttakendum á milli Hvammstanga og Laugarbakka (10 km). Þátttakendur og leiðtogar þurfa að hafa með sér dýnur. Athugið að tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema að tveir sofi á vindsænginni. Vegna fjölda skráninga er nauðsynlegt að nýta plássið vel. Raðað er í stofur eftir hópum og gista piltar og stúlkur í sitt hvorri stofunni.

Matur

Allur matur á mótinu er í höndum kvenfélaga á svæðinu. Fyrsta máltíðin á mótinu er kl. 18:30 á föstudagskvöld og því þurfa þátttakendur að kaupa sér mat eða taka með nesti ef langt er að keyra. Matmálstímar verða í Félagsheimili Hvammstanga og verða þeir tvískiptir.
Mikilvægt er að upplýsa landsmótsnefnd um fæðuofnæmi við skráningu þar sem slíkar upplýsingar þurfa að liggja fyrir tímanlega fyrir kokkana.
 
Hvað þarf ég að hafa með mér á Landsmót?
Þátttakendur og leiðtogar þurfa að hafa með sér dýnur. Athugið að tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema að tveir sofi á vindsænginni. Vegna fjölda skráninga er nauðsynlegt að nýta plássið vel. Raðað er í stofur eftir hópum og gista piltar og stúlkur í sitt hvorri stofunni.
Þegar haldið er í ferðalag sem þetta þá er nauðsynlegt að hafa réttan farangur. Því viljum við benda ykkur á nokkra hluti sem eru mikilvægir:
Föt til skiptanna, sundföt, skjólfatnað, góða skó og íþróttaskó. Nauðsynlegt er að koma með svefnpoka, kodda og dýnu. Snyrtidót, s.s. tannbursta, tannkrem, sjampó, handklæði og fleira því tengt er nauðsynlegt. Munið líka eftir búningum fyrir laugardagskvöldið (þemað er bleikur). Svo verðum við að muna að þegar við erum í svona útilegu er nauðsynlegt að vera jákvæð/ur. Hafa bros á vör, gleði í hjarta og sýna náunga okkar fyllstu virðingu!

Hvernig virkar búningaballið?
Um er að ræða búningaball þar sem veitt eru verðlaun fyrir flottasta búninginn. Við vekjum athygli á því að um er að ræða keppni milli æskulýðsfélaga en ekki einstaklinga. Gott er að hvert æskulýðsfélag komi sér saman um búning þannig að allir innan félagsins séu eins. Þema Landsmóts 2014 er bleikur.

Hvernig virkar hæfileikakeppnin?
Hæfileikakeppnin fer fram seinni partinn á laugardeginum. Eitt atriði er leyft frá hverju félagi og má það ekki vera lengra en 3 mínútur. Atriði sem eru lengri en 3 mínútur eru dregin niður í stigum. Skráningu í hæfileikakeppni lýkur viku fyrir mót á vefnum og þarf að senda myndband af atriðinu við skráningu.
Dómnefnd velur þrjú bestu atriðinu og verða verðlaun veitt á kvöldvöku á laugardagskvöldi.

Gestir:1179 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2400566