Kynning/kennsla verður haldin í aðferð Kyrrðarbænar (Centering Prayer) í Ingjaldshólskirkju laugardaginn 8. september 2012 kl. 10-16.
Kyrrðarbæn er bæn án orða þar sem iðkandinn leitast við að opna sig fyrir Guði og leyfir kærleika Guðs að streyma um sig og hafa áhrif á alla veru sína og breytni.
Leiðbeinendur: Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, guðfræðingur og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat.
Hádegisverður kr. 2.500,-.
Skráning fer fram hjá Gunnhildi í síma 899 1180 eða á netfangi gunnhildurh@simnet.is.
Sjá einnig á heimasíðum kirkjanokkar.is og www.kristinihugun.is.
Allir hjartanlega velkomnir.
Gestir:1336 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2477996