Andlega ferðalagið

Á andlega ferðalaginu notum við bókina Tólf sporin – Andlegt ferðalag, sem er vinnubók og hún er persónuleg leiðsögn okkar til að öðlast skilning á andlegum krafti Tólf sporanna út frá kristnum viðhorfum.
Tólf spora bati er aðferð sem er hvorki á ábyrgð neins trúarhóps eða safnaðar. Samt sem áður finna margir sem nota efnið að það samræmist þeirra eigin andlegu þörfum og trú. Það hefur engin opinber trúartengsl. Það er samt sem áður aðferð sem hjálpar okkur að enduruppgötva og dýpka andlega þáttinn í okkur sjálfum.

Við komumst líka að raun um það í Tólf spora vinnunni að okkar andlega hlið er mikilvæg. Við lærum að lifa lífinu samkvæmt leiðsögn Guðs, okkar æðri máttar. Við verðum þess meðvituð að kvíðinn og örvæntingin sem við finnum fyrir, er afleiðing þess að við horfum framhjá eða höfnum samfélagi okkar við Drottinn Jesú Krist.

Unnið er í litlum hópum þannig að við lesum efnið heima, svörum þeim spurningum sem ákveðnar hafa verið fyrir hvern fund og komum svo og deilum niðurstöðum okkar með hópnum. Lögð er áhersla á nafnleynd og trúnað. Enginn þarf að skilgreina sig fyrirfram, þ.e. við þurfum ekki að hafa nein skilgreind vandamál, fíkn eða slíkt heldur aðeins að langa til að auka lífsgæði okkar félagslega og tilfinningalega. E.t.v. getur algenga hegðunarmynstrið hér til hliðar komið þér á sporið.

Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður. (Jak. 4:10.)

Gestir:1405 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626302