Messukynning

Um guðsþjónustuna.

Eftir fermingarbörn vorsins 2014 í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.

Notað við guðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju á æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar 2. mars 2014.

Messuupphaf.

Í byrjun guðsþjónustunnar gerum við okkur tilbúin fyrir athöfnina og viðurkennum að við eigum ekki skilið náð Guðs.  Guð hefur kallað á okkur og við hlíðum því með því að koma í guðsþjónustu. 

Klukknahringingin hljóð klukknanna segja okkur að koma inn í guðsþjónustu þar sem Guð þjónar okkur.

Forspil: tónlist sem er spiluð á meðan presturinn labbar inn í Guðs hús.

Signing: Með henni merkjum við okkur Guði og biðjum blessunar hans.  Við erum mætt til fundar við Guð og látum vita af okkur, látum vita að við erum komin með að signa okkur.

Í upphafsbæn/meðhjálparabæn: erum við að undirbúa okkur fyrir messuna með því að viðurkenna að við treystum honum.

Í inngöngusálminum: erum við að svara Guði og því að hann heyrir bænir okkar..

Í miskunnarbæninni: erum við að viðurkenna að við erum ekki fullkomin og biðjum Guð að miskunna okkur.

Í dýrðarsöngi:  erum við að þakka Guði fyrir að miskunna okkur með söng englanna á jólanótt.

Þegar kemur að heilsunni: heilsar presturinn fólkinu sem er í kirkjunni.

Í kollektu, er safnaðarbæn, eins í öllum kirkjum, en mismunandi eftir dögum.

Guðsþjónusta Orðsins.

Í öðrum hluta messunnar er fjallað um Orðið.  Kristur er Orð Guðs og við fáum að heyra um það í Biblíunni.  Þar fáum við einnig að heyra hvernig Guð hefur lofað að hjálpa okkur, hvernig hann efnir það í orðum, verkum, lífi og dauða Jesú Krists.  Guð kennir okkur hvernig við eigum að haga okkur í lífi okkar sem svar við kærleika og hjálp hans.  Við þökkum Guði felum okkur og allt okkar í hendur hans og biðjum.

Hvað er Lexía? Lexía er saga sem kemur úr Gamla testamentinu og segir frá hverju Guð lofaði okkur.

Hvað er Pistill? Pistill er lestur í Nýja testamentinu úr einu af bréfunum, þar er sagt hvaða áhrif það hafði á postula Krists að loforðin efndust og hvaða áhrif það á að hafa á líf okkar.

Hvað er Hallelújavers?  Við svörum Guði fyrir loforð hans og boðskap með lofgjarðarsöng.

Hvað er Guðspjall? Guðspjall er hámark þjónustu Orðsins og þess vegna rísum við á fætur.  Guðspjallið fjallar um orð Krists, hvernig hann efndi og efna mun loforð sín gagnvart mannkyninu í lífi, dauða og upprisu sinni.

Þegar við förum með trúarjátninguna erum við að svara boðskapi guðspjallsins með því að játa trú okkar á Guð.

Sálmur er líka leið til að svara boðskapnum.

Við prédikun fáum við útskýringu á boðskapi guðspjallsins og það segir hvað Guð vill gagnvart okkur.  Það er útskýrt þannig að flestir skilji.

Við postullega blessun biður prédikarinn Guð að blessa söfnuðinn og hann lýsir blessuninni.

Með sálmasöng svörum við boðskap prédikunarinnar.

Almenn kirkjubæn er þegar við svörum boðskap með bæn.  Við felum allt í hendur Guðs og treystum honum fyrir því sem við höfum að segja.  Þó hann viti hvað við viljum vill hann að við segjum það.  Með þessu lýkur þjónustu Orðsins í messunni.

Samfélag um Guðs borð.

Við ætlum að segja frá guðsþjónustu borðsins og það er aðallega um altarisgöngu.  Hún er lík máltíð Jesús og lærisveinanna. Hann t´´ok brauðið og vínið, þakkaði fyrir og gaf.  Við þurfum öll á fyrirgefningu að halda og hjálp Guðs.

Í syndajátningunni játum við syndir okkar fyrir Guði og biðjum um fyrirgefningu.   Syndajátningin er í raun bæn.

Í friðarkveðjunni eru orðin sem heilsaði lærisveinum sínum með. Þegar Guð fyrirgefur okkur óverðskuldað svörum við því með að fyrirgefa hvert öðru.

Meðan altarisgangan er undirbúin syngjum við sálm í friðnum og sáttinni.

Í upphafi þakkargjörðar erum við að þakka Guði fyrir fyrirgefningu syndanna.

Heilsan er þegar presturinn snýr sér í átt að söfnuðinum og segir Drottin sé með yður.

Heilagur: þá syngjum við heilagan söng englanna á jólanótt.

Þakkarbæn og Innsetningarorð: Þá biðjum við Guð að blessa vínið og brauðið, svo að verði blóð og líkami Jesú Krists.  Við notum orðin sem Jesú sagði á skírdagskvöld.  Við þökkum Guði og minnumst Jesú

Faðir vor: er bæn sem er oftust notuð.  Bænin sem Jesú kenndi okkur, Faðir vor, er beðin sem borðbæn.

Guðs lamb: við biðjum Guð um fyrirgefningu syndanna.

Berging: Presturinn útdeilir okkur blóð og líkama Jesú Krists sem Jesú gefur okkur til fyrirgefningar syndanna.  Söfnuðurinn gengur til altaris og þá tekur söfnuðurinn við gjöf frá Guði. við erum fjölskylda Guðs.

Sálmur: er þegar við þökkum gjafir hans með söng.

Bæn eftir bergingu: Þá þökkum við Guði fyrir gjafirnar.

Messulok.

Við messulok undirbúum við okkur fyrir daglegt líf þar sem við þjónum Guði, t.d. með hegðun okkar og hugsunum.

Við erum blessuð með blessunarorðunum áður en við förum í þjónustu Guðs í lífi okkar utan kirkjuveggjanna.

Og svörum blessuninni með lofsöng.

Kirkjuklukkurnar kalla okkur í þjónustu við Guð í okkar lífi.

Eftirspil er spilað þegar prestur gengur frá altari og við göngum út til þjónustunnar , helguð af Guði og í sátt við Guð og menn.

Gestir:2247 Gestir í dag: 4 Gestir í allt: 2477999