Öskudagur

Um öskudag.
Notað við guðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju á æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar 2. mars 2014.

Um öskudag segir í Wikidepíu:

„Öskudagur er í vestrænni kristni fyrsti dagur lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag og oft til þess notaður sérstakur vöndur. Líka þekkist sá siður að smyrja ösku á enni kirkjugesta. Á mörgum stöðum í Biblíunni táknar aska hið forgengilega og óverðuga en að auki hefur hún verið talin búa yfir heilnæmum og hreinsandi krafti.

Langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og askan minnir fólk á forgengileikann og hreinsar það af syndum sínum.  Langafasta átti að vera tími íhugunar og góðrar breytni auk föstunnar sem á Íslandi takmarkaðist yfirleitt við kjötmeti en gat einnig náð til fiskvöru og mjólkurafurða. Ef langt var gengið var fastað upp á vatn og brauð.“

Um bolludag.
Um sprengidag.

Um föstuna.

Gestir:2247 Gestir í dag: 5 Gestir í allt: 2626270