Sunnudagur til sælu!

Dagurinn í dag hófst í Ingjaldshólskirkju klukkan 11 með sunnudagaskóla. Mjög vel var mætt af bæði börnum og foreldrum. Tókst stundin vel og gott að hafa stóran hóp umsjónarmanna sem allir stóðu sig vel.

Síðan var lagt af stað með rútu klukkan 12 að Gufuskálum, þar sem gengið var í keltneskri helgigöngu að fiskbyrgjunum og þaðan með rútunni að Írskrabrunni og gengið svo að steinhleðslu skammt undan, en hún minnir mjög á kirkju. Helgihald var á öllum stöðum. Um 30 manns gengu og tókst helgigangan vel, en veg af henni og vanda hafði séra Gunnþór Ingason, sérþjónustuprestur á biskupsstofu. Margir aðrir lögðu lið á margan hátt og fyrir það þökkum við kærlega. Frá steinhleðslunni var svo gengið til baka í rútuna og keyrt til kirkju í guðsþjónustu safnaðarins.

Messa í Ingjaldshólskirkju hófst klukkan 2 eftir hádegi. Messan var vel sótt og góður andi meðal kirkjugesta. Gott er að eiga góðan kirkjukór undir styrkri stjórn Kay Wiggs. Eftir messu var boðið í kaffi og djús í safnaðarheimilinu.

Látum fylgja í lokin bæn Auðar djúpúðgu fylgja sem beðin var í guðsþjónustu safnaðarins.

Gestir:1028 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626178