Séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir lét af störfum 1. apríl 2012. Nýr sóknarprestur, Óskar Ingi Ingason, var skipaður frá 1. júní 2012, en hóf störf á hvítasunnu. Í millitíðinni voru séra Guðjón Skarphéðinsson, Staðarstað, og séra Aðalsteinn Þorvaldsson, Grundarfirði, settir til að sinna prestakallinu.
Stefnan var að breyta eins litlu og hægt var á fyrsta árið meðan nýr prestur kynntist starfinu sem fyrir var. Starfið var því með hefðbundnu formi.
Reynt var að hafa fjölbreytt helgihald. Bataguðsþjónusta var í fyrsta sinn á Ingjaldshóli í haust og tókst vel. Eins var helgiganga í tengslum frá Gufuskálum sem lauk með messu að Ingjaldshólskirkju í samstarfi við ýmsa aðila. Aðventukvöld var nú við báðar kirkjurnar í góðu samstarfi við ýmsa aðila.
Haldið var upp á 45 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju. Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi.
Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:
Ingjaldshólskirkja | Guðsþjónustur | Barnaguðsþjónustur | Aðrar | Í allt | Til altaris | Kirkjugestir |
Ragnheiður Karítas | 3 | ? | 3 | ? | 42 | |
Guðjón/Aðalsteinn | 2 | ? | 2 | ? | ? | |
Óskar Ingi | 7 | 14 | 4 | 25 | 65 | 1160 |
Í allt | 12 | 14 | 4 | 30 | 65 | 1202 |
Ólafsvíkurkirkja | Guðsþjónustur | Barnaguðsþjónustur | Aðrar | Í allt | Til altaris | Kirkjugestir |
Ragnheiður Karítas | 4 | ? | 4 | 6 | 86 | |
Guðjón/Aðalsteinn | 3 | ? | 3 | ? | 130 | |
Óskar Ingi | 12 | 1 | 12 | 25 | 136 | 1635 |
Í allt | 18 | 1 | 12 | 31 | 142 | 1851 |
Prestakallið allt | Guðsþjónustur | Barnaguðsþjónustur | Aðrar | Í allt | Til altaris | Kirkjugestir |
Ragnheiður Karítas | 7 | ? | 7 | 6 | 128 | |
Guðjón/Aðalsteinn | 5 | ? | 5 | ? | 130 | |
Óskar Ingi | 19 | 15 | 16 | 50 | 201 | 2795 |
Í allt | 30 | 15 | 16 | 62 | 207 | 3053 |
Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf með organistum og kirkjukórum. Í Ólafsvíkursókn er einnig starfandi kórstjóri. Barnakór Snæfellsbæjar er samstarfsverkefni grunn- og tónlistarskóla Snæfellsbæjar og sóknanna. Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuverðir sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum.
Önnur prestverk voru eftirfarandi:
Ingjaldshólskirkja | Skírnir | Fermingar | Brúðkaup | Jarðarfarir | Jarðsetningar | Í allt |
Ragnheiður Karítas | 3 | 3 | ||||
Guðjón/Aðalsteinn | 5 | 5 | ||||
Óskar Ingi | 7 | 2 | 3 | 1 | 1 | 14 |
Í allt | 8 | 10 | 3 | 1 | 2 | 24 |
Ólafsvíkurkirkja | Skírnir | Fermingar | Brúðkaup | Jarðarfarir | Jarðsetningar | Í allt |
Ragnheiður Karítas | 2 | 1 | 1 | 4 | ||
Guðjón/Aðalsteinn | 0 | |||||
Óskar Ingi | 5 | 4 | 1 | 3 | 13 | |
Í allt | 7 | 4 | 2 | 4 | 17 |
Prestakallið allt | Skírnir | Fermingar | Brúðkaup | Jarðarfarir | Jarðsetningar | Í allt |
Ragnheiður Karítas | 3 | 3 | 2 | 1 | 9 | |
Guðjón/Aðalsteinn | 5 | 5 | ||||
Óskar Ingi | 12 | 6 | 5 | 6 | 1 | 30 |
Í allt | 16 | 14 | 7 | 7 | 2 | 46 |
Annað starf.
Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf. 19 börn hófu fermingarfræðslu í haust, eitt fluttist í burtu, annað fermdist á Akranesi. Farið var á fermingarbarnamót að Laugum í Sælingsdal í lok október. Fræðslutímar voru vikulega í Ólafsvíkurkirkju. Nýtt fermingarkver var aðlagað að prestakallinu.
Ingjaldshólskirkja | Barnaguðsþj. | TTT | Æskulýðsst. | Foreldramorgnar | Vinir í bata | Í allt |
Haust | 360 | 176 | 536 | |||
Í allt | 360 | 176 | 536 |
Ólafsvíkurkirkja | Barnaguðsþj | TTT | Æskulýðsst. | Foreldramorgnar | Vinir í bata | Í allt |
Haust | 138 | ? | 115 | 253 | ||
Í allt | 138 | ? | 115 | 253 |
Prestakallið allt | Barnaguðsþj | TTT | Æskulýðsst. | Foreldramorgnar | Vinir í bata | Í allt |
Haust | 360 | 138 | ? | 115 | 176 | 789 |
Í allt | 360 | 138 | ? | 115 | 176 | 789 |
Í æskulýðsstarfinu störfuðu í leyfi djáknans Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur, Halla Rúnarsdóttir og Sara Sigurðardóttir á vorönn, en frá hausti sáu Eydís Sól Jónsdóttir og Ólöf Birna Jónsdóttir um starfið. Ekki var farið á landsmót vegna kostnaðar og lítils fyrirvara til að undirbúa ferðina.
Barnastarfið hafa Hallveig Hörn Þorbjargardóttir, Erna Guðmundsdóttir, Íris Ósk Jóhannsdóttir, Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir og Kristfríður Rós Stefánsdóttir séð um ásamt sóknarpresti, en eitthvað hefur fækkað í hópnum sem heldur um starfið. Sunnudagaskóli var alla sunnudaga fyrri jól í Ingjaldshólskirkju og var hann vel sóttur. TTT starfið var hefðbundið og farið í Vatnaskóg á vorönn. Börnin settu upp helgileik á aðventukvöldi í Ólafsvíkurkirkju. STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur.
Ásta Birna Björnsdóttir annaðist foreldramorgna frá hausti. Þeir hafa verið með hefðbundnu sniði.
Hefðbundin er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ, í ár var messan í Ingjaldshólskirkju. Vikulega var farið á Jaðar og lesið. Þar að auki voru helgistundir að jafnaði einu sinni í mánuði auk athafna á hátíðum. Haldnar voru nokkrar minningarstundir.
Haldið var val heppnað námskeið í Ingjaldshólskirkju í Kyrrðarbæn (Centring prayer) í september.
Sóknarprestur húsvitjaði eftir því sem hægt var að koma því við og sinnti sálgæslu og viðtölum.
Komið var á föstum viðtalstímum og sett var upp heimasíða fyrir prestakallið, www.kirkjanokkar.is og síðunni haldið við.
Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.
Margt annað má telja upp, en ljúft er og skylt að þakka söfnuði og samstarfsmönnum fyrir góðar móttökur og hlýhug til mín og fjölskyldu minnar. Kærar þakkir fyrir gott samstarf á liðnu ári.
15. apríl 2013.
Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.