Skýrsla sóknarprests 2013

Starfið hefur að mestu leiti  verið með hefðbundnu formi.
Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.  Æðruleysisguðsþjónusta var í Ólafsvíki í haust og tókst vel.  
Haldið var upp á 110 ára afmæli Ingjaldshólskirkju.  Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi.  Haldið var upp á 90 ára afmæli kirkjunnar.

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

2013 (2012)GuðsþjónusturBarnaguðsþjónusturAðrarÍ alltTil altarisKirkjugestir
Ingjaldshólskirkja13
(12)
16
(14+)
3
(4)
32
(30)
120
(65)+
1510
(1202+)
Ólafsvíkurkirkja24
(18)
14
(1+)
17
(12)
55
(31)
198
(142+)
2302
(1851)
Í allt37
(30)
30
(15)
20
(16)
87
(61)
318
(207)
3812
(3053)

Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf með organistum og kirkjukórum starfandi.  Í Ólafsvíkursókn er einnig starfandi kórstjóri.  Barnakór Snæfellsbæjar er samstarfsverkefni grunn- og tónlistarskóla Snæfellsbæjar og sóknanna.  Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuverðir sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum.

Önnur prestverk voru eftirfarandi:
 

2013 (2012)SkírnirFermingarBrúðkaupJarðar-farirKistu-lagningarJarð-settir  Í alltKirkjugestir
Ingjaldshóls-sókn5
(8)
8
(10)
1
(3)
          
(1)

(1)
1
(2)
15
(25)
253
(400)
Ólafsvíkursókn7
(7)
9
(4)
1(2)8
(4)
7
(3)
1  33
(20)
1430
(926)
Annars staðar4
(1)
  
(-)
1
(2)
2
(2)
     
 (2)
 
(-)
7
(7)
689
(1317)
Í allt16
(16)
17
(14)  
3
(7) 
10
(7)
7
(6)
2
(2)
55
(52)
2372
(2643)
Ekki er talið með viðstöddum ef athöfn fram fór í guðsþjónustu eða barnaguðsþjónustu.

(2013:Tvær jarðarfarir fóru fram í Ólafsvíkursókn og ein kistulagning sem sóknarprestur annaðist ekki.  Sóknarprestur skírði fjórum sinnum utan prestakalls og gifti einu sinni.) (2012: Ein skírn og jarðsetning fór fram í Ingjaldshólssókn sem prestar prestakallsins annaðist ekki.  Séra Ragnheiður Karítas skírði og gifti einu sinni utan prestakalls. Óskar Ingi jarðsöng tvisvar sinnum utan prestakalls og gifti einu sinni.)
Annað starf.

Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf.  19 börn hófu fermingarfræðslu um haustið, eitt fluttist í burtu, annað fermdist á Akranesi.  24 fermingarbörn hófu fermingarfræðslu haustið 2013.  Farið var í fermingarbarnamót að Laugum í Sælingsdal í nóvember.  Fræðslutímar voru aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.
 

2013 (2012)IngjaldshólskirkjaÓlafsvíkurkirkjaPrestakallið allt
Kirkjukór391     (-)633     (654)1224     (654)
Barnaguðsþjónusta203     (360)249     (-)452     (360)
TTT 241     (138) 241     (138)
Æskulýðsstarf 160     (?)160     (?)
Skólaheimsókn60     (86)140     (142)200     (228)
Foreldramorgnar 188     (149)188     (149)
Vinir í bata245     (176) 245     (176)
Tónleikar110     (-)            (-)110      (-)
Annað 324     (-)324     (-)
Í allt806    (622)1935     (1083)2741     (1705)
(2012: Tölur í TTT (tíu til tólf ára starf) eru frá 4. nóvember.  Allar tölur vantar fram á haustið í TTT, æskulýðssstarfi, vinum í bata og öðru.)

Æskulýðsstarfið sáu um Eydís Sól Jónsdóttir og Ólöf Birna Jónsdóttir.  En þær hættu störfum í janúar 2014 og tók þá sóknarprestur við starfinu. Farið var á landsmót Þjóðkirkjunnar um haustið með stóran hóp og gekk vel og var vítimínsprauta í starfið sem gekk mjög vel í vetur.  Æskulýðsfélagið vann hæfileikakeppni landsmótsins.
Barnastarfið sá Hallveig Hörn Þorbjargardóttir um ásamt sóknarpresti á vorönn, en þennan vetur hefur sóknarprestur einn séð um starfið, sem er verra því þurft hefur að fella niður starfið ef sóknarprestur er upptekin vegna annars starfs.  Sunnudagaskóli var alla sunnudaga fyrir jól í Ingjaldshólskirkju og var hann ekki eins vel sóttur og árið áður sóttur.  Eftir áramót er hann í Ólafsvíkurkirkju og dró úr aðsókn.  Vorönn 2014 hefur verið með lélegri aðsókn.  Auka þarf kraft í barnastarfið og leggja meira í það.  TTT starfið var hefðbundið og farið í Vatnaskóg á vorönn 2013.   Lítil aðsókn hefur verið nú í vetur og ekki farið í Vatnaskóg 2014.  Börnin settu upp helgileik á aðventukvöldi í Ólafsvíkurkirkju.  STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur.  Ljóst er að það þarf að setja meira kraft í barnastarfið og fjölga starfsmönnum.
Ásta Birna Björnsdóttir annaðist foreldramorgna á vorönn 2013 en Erla Gunnlausgsdóttir í vetur.  Þeir hafa verið með hefðbundnu sniði og hefur verið mjög góð mæting í vetur.
Árlega er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ, í ár var messan í Staðastaðarkirkju.  Vikulega var farið á Jaðar og heimsótt.  Þar að auki voru helgistundir að jafnaði einu sinni í mánuði auk athafna á hátíðum.  Haldnar voru nokkrar minningarstundir.
Sóknarprestur húsvitjaði eftir því sem hægt var að koma því við og sinnti sálgæslu og viðtölum.
Fastir viðtalstímum voru í kirkjunum og haldið við heimasíðu fyrir prestakallið, www.kirkjanokkar.is og sett upp sérstök fermingarsíða, www.kver.kirkjanokkar.is.
Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.

Tölfræði.
 

Aðsókn 2013Fjöldi%Í alltGuðsþjónusturPrestverkFélagsstarfÍ allt
Ingjaldshólssókn
–    Íbúar  (2012)
548
(544)
 2366
(1864)
2,8
(2,13)
0,46
(0,74)
1,47
(1,14)
4,32
(3,43)
Ólafsvíkurkirkja
–    Íbúar  (2012)
1032
(1045)
 5418
(3860)
2,23
(1,56)
1,39
(0,89)
1,88
(1,04)
5,25
(3,69)
Prestakallið allt
–    Íbúar  (2012)
1580
(1589)
 7784
(5724)
2,31
(1,76)
1,07
(0,83)
1,73
(1,07)
4,93
(3,6)
Ingjaldshólssöfnuður
(2012)
411
(415)
75
(76)
 3,67
(2,76)
0,62
(0,96)
1,96
(1,5)
5,76
(4,49)
Ólafsvíkursöfnuður
(2012)
787
(796)
76
(76)
 2,93
(2,23)
1,81
(1,16)
2,46
(1,36)
6,88
(4,85)
Báðir söfnuðir
(2012)
1198
(1211)
76
(76)
 3,18
(2,41)
1,4
(1,09)
2,29
(1,41)
6,5
(4,73)
           
Í töflunum kemur fram hversu oft hver íbúi eða safnaðarmeðlimur sækir starfið á ári og hversu stórt hlutfall íbúa er í Þjóðkirkjunni.

 Margt annað má telja upp, en ljúft er og skylt að þakka safnaðarfólki og samstarfsmönnum fyrir gott samstarf á liðnu ári.  Án allra sem leggja starfinu í kirkjunum lið sitt, hvort sem er í starfi eða sjálfboðastarfi, og þeirra sem sækja starfið verður starfið líflaust og án gleði.  Ań þeirra er kirkjan ekki kirkja.  Guð blessi Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssöfnuði og samfélagið allt.


28. apríl 2014.

Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Gestir:1368 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2477993