Skýrsla sóknarprests 2014

Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi.  Helgiganga var farin frá Öndverðarnesi að Gufuskálum í samstarfi við ýmsa aðila.  Aðventukvöld var í Ingjaldshólskirkju, en féll niður vegna veðurs í Ólafsvíkurkirkju.  Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.   Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi. 

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

2014 (2013)GuðsþjónusturBarnaguðsþjónusturAðrarÍ alltTil altarisKirkjugestir
Ingjaldshólskirkja13(13)15(16)7(3)35(32)102(120)1541(1510)
Ólafsvíkurkirkja25(24)11(14)16(17)52(55)150(198)1880(2302)
Í allt38(37)26(30)23(20)87(87)257(318)3421(3812)

Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf með organistum og kirkjukórum starfandi.  Í Ólafsvíkursókn er einnig starfandi kórstjóri.  Barnakór Snæfellsbæjar er samstarfsverkefni grunn- og tónlistarskóla Snæfellsbæjar og sóknanna.  Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuverðir sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum.

Önnur prestverk voru eftirfarandi:

2014 (2013)SkírnirFermingarBrúðkaupJarðar-farirKistu-lagningarJarð-settirÍ alltViðstaddirathafnir
Ingjaldshóls-sókn9(5)9(8)1(1)1(-)1(-) (1)21(15)686(253)
Ólafsvíkursókn4(7)15(9)4(1)7(8)6(7)  (1)36(33)2137(1430)
Annars staðar5(4)16(-)2(1)1(2)2 (-) (-)25(7)368(689)
Í allt18(16)40(17)7(3)9(10)9(7) (2)82(55)3191(2372)
Ekki er talið með viðstöddum ef athöfn fram fór í guðsþjónustu eða barnaguðsþjónustu.

(2014:Tvær jarðarfarir fóru fram í Ólafsvíkursókn, tvær skírnir, eitt brúðkaup og tvær kistulagningar sem sóknarprestur annaðist ekki.  Sóknarprestur skírði fimm sinnum utan prestakalls, fermdi sextán börn, kistulagði tvisvar, jarðsöng einu sinni og gifti tvisvar sinnum.)

(2013:Tvær jarðarfarir fóru fram í Ólafsvíkursókn og ein kistulagning sem sóknarprestur annaðist ekki.  Sóknarprestur skírði fjórum sinnum utan prestakalls og gifti einu sinni.)

Annað starf.

Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf.  24 börn voru í  fermingarfræðslu 2013-14.  28 fermingarbörn hófu fermingarfræðslu haustið 2014.  Farið var í fermingarbarnamót að Laugum í Sælingsdal í nóvember.  Fræðslutímar voru að jafnaði aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.

2014 (2013)IngjaldshólskirkjaÓlafsvíkurkirkja  Prestakallið allt
Kirkjukór454     (391)486     (633)940     (1224)
Barnaguðsþjónusta101     (203)82     (249)183     (452)
TTT 172     (241)172     (241)
Æskulýðsstarf 218     (160)218     (160)
Skólaheimsóknir15     (60)157     (140)172     (200)
Foreldramorgnar 385     (188)385     (188)
Vinir í bata92     (245) 92     (245)
Fermingarfræðsla 256     ()256     ()
Tónleikar–    (110)430     (-)430      (110)
Annað–     (-)130+400     (324)130+400     (324)
Í allt 662   (806)2316+400     (1935)2978+400    (2741)

Æskulýðs- og barnastarfið sá sóknarprestur um einn, þar til í haust er Karen Lind Ólafsdóttir, guðfræðingur, aðstoðaði við starfið.  En hún hætti störfum í janúar 2015. Farið var á landsmót Þjóðkirkjunnar um haustið með stóran hóp og gekk vel og var vítamínsprauta í starfið sem gekk mjög vel í vetur.

Sunnudagaskóli var alla sunnudaga fyrir jól í Ingjaldshólskirkju og var hann vel sóttur framan af, en botninn datt úr starfinu í nóvember.  Eftir áramót var hann í Ólafsvíkurkirkju og var þá ekki aðsókn.  Auka þarf kraft í barnastarfið og kanna að breyta vikudegi í Ólafsvík.  TTT starfið var með nokkuð öðrum hætti og var æfður leikþáttur sem börn sýndu í æskulýðsguðsþjónustu í mars 2015.  Hefur það aukið þátttöku á ný.  STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur.  Ljóst er að það þarf að setja meiri kraft í barnastarfið og fjölga starfsmönnum.

Þátttakendur í foreldramorgnum skiptust á að annast þá frá hausti 2014, en Erla Gunnlaugsdóttir sá um þá áður.  Þeir hafa verið með hefðbundnu sniði, en undanfarið hafa þær kosið að hittast til skiptis hver hjá annarri.

Starfið Vinir í bata lá niðri í vetur.

Árlega er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ, 2014 var messan í Ólafsvíkurkirkju.  Vikulega var farið á Jaðar og í heimsókn.  Þar að auki voru helgistundir að jafnaði einu sinni í mánuði auk athafna á hátíðum.  Haldnar voru nokkrar minningarstundir.

Sóknarprestur húsvitjaði eftir því sem hægt var að koma því við og sinnti sálgæslu og viðtölum.

Fastir viðtalstímar voru í kirkjunum og viðvera aukin í Ólafsvíkurkirkju og viðhaldið heimasíðu fyrir prestakallið, www.kirkjanokkar.is og fermingarsíðu, www.kver.kirkjanokkar.is.

Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.

Tölfræði.

Aðsókn 2014Fjöldi%Í alltGuðsþjónusturPrestverkFélagsstarfÍ allt
Ingjaldshólssókn–          Íbúar  (2013)558(548) 2788(2366)2,68(2,8)1,23(0,46)1,18(1,47)5,04(4,32)
Ólafsvíkurkirkja–          Íbúar  (2013)993(1032) 6651(5418)1,89(2,23)2,15(1,39)2,16(1,88)6,70(5,25)
Prestakallið allt–          Íbúar  (2013)1551(1580) 9439(7784)2,17(2,31)1,82(1,07)1,81(1,73)6,09(4,93)
Ingjaldshólssöfnuður–          (2013)413(411)74(75)2788(2366)3,63(3,67)1,66(0,62)1,60(1,96)6,82(5,76)
Ólafsvíkursöfnuður–          (2013)752(787)76(76)6251(5418)2,49(2,93)2,84(1,81)2,85(2,46)8,31(6,88)
Báðir söfnuðir–          (2013)1165(1198)75(76)9039(7784)2,89(3,18)2,42(1,4)2,41(2,29)7,76(6,5)
Í töflunum kemur fram hversu oft hver íbúi eða safnaðarmeðlimur sækir starfið að meðaltali á ári og hversu stórt hlutfall íbúa er í Þjóðkirkjunni.  Í félagsstarfi eru ekki aðrir tónleikar eða annað ótengt kirkjunni.

Margt annað má nefna, þó það sé ekki gert hér.  Töluverð mannaskipti hafa orðið meðal starfsmanna sóknanna.  Við eigum eftir að sakna þeirra sem hafa hætt eftir farsæla og fórnfúsa þjónustu fyrir kirkjuna, en það er blessun hversu vel hefur gengið að fá gott fólk til starfa og er gott að vinna með þeim.  Jafnt starfsmenn sem sjálfboðaliðar í starfi kirkjunnar eru hverju starfi nauðsynlegir, sem og allir velunnarar.  Fyrir þá alla þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa starfið í söfnuðunum og okkur öll.

20. apríl 2015.

Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Gestir:1262 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626288