Skýrsla sóknarprests 2016

Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi.  Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.  Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi. 

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

2016 (2015)GuðsþjónusturBarnaguðsþjónusturAðrarÍ alltTil altarisKirkjugestir
Ingjaldshólskirkja12(11)6(14)2(3)20(28)161(159)1156(1412)
Ólafsvíkurkirkja35(23)3(4)12(10)50(37)132(245)1896(1530)
Í allt47(34)9(18)14(13)70(65)293(404)3052(2942)

Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf með organista og kirkjukórum starfandi.  Í Ólafsvíkursókn er einnig starfandi kórstjóri. 

Barnakór Snæfellsbæjar er samstarfsverkefni grunn- og tónlistarskóla Snæfellsbæjar og sóknanna, kirkjan dró sig úr því samstarfi um síðustu áramót. 

Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuverðir sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum.

Önnur prestverk voru eftirfarandi:

2016 (2015)SkírnirFermingarBrúðkaupJarðar-farirKistu-lagningarJarð-settirÍ alltViðstaddirathafnir
Ingjaldshólssókn6(3)5(5)1(2)1(2)1(1)1 (2)15(14)446(592+)
Ólafsvíkursókn5(8)10(11)2(4)6(10)5(8)0 (-)28(39)1426(2633+)
Annars staðar0(1)0(1)0(3)1(1)1 (1)0(-)2(7)160(268)
Í allt11(12)15(17)3(9)8(13)7(10)1 (2)45(60)2032(3493)
Ekki er talið með viðstöddum ef athöfn fram fór í guðsþjónustu eða barnaguðsþjónustu.

(2016: Engin athöfn fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki.  Ein skírn fór fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki, í afleysingu. Sóknarprestur kistulagði 2.  utan prestakalls, jarðsöng 1. sinni og gifti 1.  sinni.)
(2015: 3 jarðarfarir fóru fram í Ólafsvíkursókn, 1 brúðkaup og 3 kistulagningar sem sóknarprestur annaðist ekki.  Ein jarðarför fóru fram í Ingjaldshólssókn, 1 jarðsetning, 1 brúðkaup og 1 kistulagning sem sóknarprestur annaðist ekki. Sóknarprestur skírði 1. sinnum utan prestakalls, kistulagði 1. sinni  og gifti 1. sinni.)

Annað starf.

Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf.  34 börn voru í  fermingarfræðslu 2014-15.  19 fermingarbörn hófu fermingarfræðslu haustið 2016, 15 luku fræðslunni, eitt flutti í burtu.  Farið var í fermingarbarnamót að Laugum í Sælingsdal í september.  Fræðslutímar voru að jafnaði aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.

2016 (2015)IngjaldshólskirkjaÓlafsvíkurkirkja  Prestakallið allt
Kirkjukór354     (267)513     (683)867     (949)
Barnaguðsþjónusta0     (117)15     (10)15     (127)
TTT 109     (176)109     (176)
Æskulýðsstarf 217     (292)217     (292)
Skólaheimsóknir64     (58)111     (159)175     (217)
Foreldramorgnar 93     (-)93        (-)
Vinir í bata     (-)      (-)
Fermingarfræðsla 367     (207)367     (207)
Tónleikar50    (71+)475     (270)525      (341+)
Annað100    (-)20+381    (213+135)120+381     (213+135)
Í allt 568   (512)1920+381     (2010+135)2488+381    (2522+135)

Æskulýðs- og barnastarfið sá prestur um, en fram á vor aðstoðaði Kristín Vigdís Williamsdóttir við starfið og Sigurbjörg Jóhannesdóttir á haustönn.  Farið var á landsmót Þjóðkirkjunnar með 22 unglinga og 3 leiðtoga og gekk vel. 18 fundir voru haldnir.

Sunnudagaskóli var í nóvember og fram í desember á miðvikudegi í Ólafsvíkurkirkju og var þátttaka dræm en þó betri en áður.  Auka þarf kraft í barnastarfið og jafnvel athuga með að hafa námskeið.  TTT starfið var ágætlega sótt fram af á 17 fundum og var æfður leikþáttur sem börnin sýndu á aðventukvöldum.  STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur.  Ljóst er að það þarf að setja meiri kraft í barnastarfið og fjölga starfsmönnum.  Samstarf við skóla sveitafélagsins var gott og komu þeir 4. í kirkju á árinu.

Þátttakendur í foreldramorgnum kusu að hittast til skiptis hver hjá annarri fram á haust, en þeir hafa ekki verið tíðir síðan og  lágu oft niðri á árinu.

Starfið Vinir í bata lá niðri á árinu.  Lionsklúbbur Ólafsvíkur og kvenfélag Ólafsvíkur funduðu í kirkjukjallarnum.  Karlakórinn Kári æfði mánaðarlega á Hóli frá vori 2017.  Eins voru safnaðarheimilin leigð út til funda og veisluhalds.

Árlega er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ, 2016 var messan í Ólafsvíkurkirkju, vegna veðurs.  Vikulega var farið á Jaðar og í heimsókn.  13 helgistundir voru á Jaðri, með minningarstundum.

Sóknarprestur húsvitjaði 63. á árinu og sinnti 28 viðtölum og útköllum. 15 fundir voru haldnir með starfsmönnum og nágrannaprestum.

Fastir viðtalstímar voru í kirkjunum og viðhaldið heimasíðu fyrir prestakallið, kirkjanokkar.is og fermingarsíðu, kver.kirkjanokkar.is.

Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.

Tölfræði.

Aðsókn 2016Fjöldi%Í alltGuðsþjónusturPrestverkFélagsstarfÍ allt
Ingjaldshólssókn–          Íbúar  (2015)517(545) 2170(2516)2,23(2,59)0,86(1,09)1,00(0,94)4,20(4,62)
Ólafsvíkurkirkja–          Íbúar  (2015)963(994) 5623(6308)1,90(1,54)1,48(2,65)2,39(2,16)5,84(6,35)
Prestakallið allt–          Íbúar  (2015)1480(1539) 7793(8824)2,01(1,91)1,26(2,10)1,94(1,73)5,27(5,73)
Ingjaldshólssöfnuður–          (2015)375(398)73(73)2170 (2516)3,07(3,55)1,19(1,49)1,51(1,29)5,79(6,32)
Ólafsvíkursöfnuður–          (2015)702(728)73(72)5242(6173)2,61(2,10)2,03(3,62)2,71(2,76)7,47(8,48)
Báðir söfnuðir–          (2015)1077(1126)73(73)7412(8689)2,77(2,61)1,74(2,86)2,31(2,24)6,88(7,72)
Í töflunum kemur fram hversu oft hver íbúi eða safnaðarmeðlimur sækir starfið að meðaltali á ári og hversu stórt hlutfall íbúa er í Þjóðkirkjunni.  Í félagsstarfi eru ekki aðrir tónleikar eða annað ótengt kirkjunni.

Margt annað má nefna, þó það sé ekki gert hér.  Jafnt starfsmenn sem sjálfboðaliðar í starfi kirkjunnar eru hverju starfi nauðsynlegir, sem og allir velunnarar.  Fyrir þá alla þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa starfið í söfnuðunum og okkur öll.

26. apríl 2017.

Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Gestir:1246 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626248