Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi. Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt. Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi.
Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:
2018 (2017) | Guðsþjónustur | Barnaguðsþjónustur | Aðrar | Í allt | Til altaris | Kirkjugestir |
Ingjaldshólskirkja | 13 (12) | 5 (6) | 2 (2) | 20 (20) | 124 (76) | 724 (1089) |
Ólafsvíkurkirkja | 35 (34) | – (1) | 4 (7) | 39 (42) | 130 (306) | 1781 (2190) |
Í allt | 48 (46) | 6 (7) | 6 (9) | 59 (62) | 254 (382) | 2505 (3279) |
Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf með organistum og kirkjukórum starfandi. Í Ólafsvíkursókn er einnig starfandi kórstjóri. Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuverðir sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum.
Önnur prestverk voru eftirfarandi:
2018 (2017) | Skírnir | Fermingar | Brúðkaup | Jarðar-farir | Kistu-lagningar | Jarð-settir | Í allt | Viðstaddir athafnir |
Ingjaldshóls-sókn | 5 (3) | 6 (6) | 1 (6) | – (2) | – (1) | 2 (-) | 14 (18) | 326+ (365) |
Ólafsvíkursókn | 7 (4) | 9 (10) | 5 (3) | 4 (3) | 2 (1) | – (-) | 27 (21) | 1372 (605) |
Annars staðar | 1 (0) | 1 (1) | 9 (3) | – (4) | – (2) | – (1) | 11 (11) | 274+ (960) |
Í allt | 13 (7) | 16 (17) | 15 (12) | 4 (9) | 2 (4) | 2 (1) | 52 (50) | 1972+ (1930) |
(2018: Engin athöfn fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki. Tvær jarðsetningar og auk þess tvö brúðkaup fóru fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki. Sóknarprestur skírði og fermdi einu sinni utan prestakalls. Auk þess að messa tvisvar sinnum, gifta níu sinnum og vigja kirkjugarðsviðbót í afleysingu í Staðastaðarprestakalli.) (2017: Ein jarðarför fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki. Ein jarðarför fór fram í Ingjaldshólssókn og auk þess þrjú brúðkaup fóru fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki, öll í afleysingu. Sóknarprestur kistulagði tvisvar utan prestakalls, jarðsöng einu sinni og gifti einu sinni. Auk þess að messa einu sinni og gifta tvisvar í afleysingu í Staðastaðarprestakalli.)
Annað starf.
Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf. 15 börn luku fermingarfræðslu 2017-18. 21 fermingarbörn hófu fermingarfræðslu haustið 2018. Farið var í fermingarbarnamót að Laugum í Sælingsdal í september. Fræðslutímar voru að jafnaði aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.
2018 (2017) | Ingjaldshólskirkja | Ólafsvíkurkirkja | Prestakallið allt |
Kirkjukór | 284 (239) | 578 (706) | 892 (945) |
Barnaguðsþjónusta | 71 (0) | – (15) | – (15) |
TTT | – (10) | – (10) | |
Æskulýðsstarf | 16 (119) | 16 (119) | |
Skólaheimsóknir | 62 (62) | 39 (106) | 101 (168) |
Foreldramorgnar | 62 (73) | 62 (73) | |
Vinir í bata | – (-) | – (-) | |
Fermingarfræðsla | 252 (205) | 252 (205) | |
Tónleikar | 32 (51) | 609 (483) | 641 (534) |
Annað | 41 (40) | 391+815 (373+825) | 432+815 (373+825) |
Í allt | 490 (362) | 1947+815 (2030+825) | 2437+815 (2392+825) |
Æskulýðs- og barnastarfið sá sóknarprestur um, en það náðist ekki stemning í vetur. Haustið 2019 verður landsmót í Ólafsvík.
Sunnudagaskóli komst af stað á ný í Ingjaldshólskirkju í haust og var þátttaka betri en undanfarin ár. TTT lá niðri. STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur. Ljóst er að það þarf að setja meiri kraft í barnastarfið og fjölga starfsmönnum.
Þátttaka í foreldramorgnum hefur minnkað undanfarin ár, en er að glæðast á ný.
Starfið Vinir í bata lá niðri á árinu. Lionsklúbbur Ólafsvíkur og kvenfélag Ólafsvíkur funduðu í kirkjukjallaranum. Eins voru safnaðarheimilin leigð út til funda og veisluhalds.
Árlega er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ. Vikulega var farið á Jaðar og í heimsókn. Þar að auki voru helgistundir að jafnaði einu sinni í mánuði auk athafna á hátíðum. Haldnar voru nokkrar minningarstundir.
Sóknarprestur húsvitjaði 50 sinnum á árinu og sinnti 20 viðtölum og útköllum.
Fastir viðtalstímar voru í kirkjunum og viðhaldið heimasíðu fyrir prestakallið, kirkjanokkar.is og fermingarsíðu, kver.kirkjanokkar.is.
Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.
Tölfræði.
Aðsókn 2018 | Fjöldi | % | Í allt | Guðsþjónustur | Prestverk | Félagsstarf | Í allt |
Ingjaldshólssókn Íbúar (2017) | 496 (500) | 1540 (1816) | 1,46 (2,18) | 0,66 (0,73) | 0,99 (0,72) | 3,10 (3,63) | |
Ólafsvíkurkirkja Íbúar (2017) | 1019 (954) | 5915 (5650) | 1,75 (2,30) | 1,35 (0,63) | 2,71 (2,99) | 5,80 (5,92) | |
Prestakallið allt Íbúar (2017) | 1515 (1454) | 7455 (7466) | 1,65 (2,26) | 1,12 (0,67) | 2,15 (1,96) | 4,92 (5,13) | |
Ingjaldshólssöfnuður (2017) | 342 (354) | 69 (71) | 1540 (1816) | 2,12 (3,08) | 0,95 (1,03) | 1,43 (1,02) | 4,75 (5,13) |
Ólafsvíkursöfnuður (2017) | 692 (682) | 68 (71) | 5100 (4825) | 2,57 (3, 21) | 1,98 (0,89) | 2,81 (1,96) | 7,37 (7,07) |
Báðir söfnuðir (2017) | 1034 (1036) | 68 (71) | 6640 (6641) | 2,42 (3,17) | 1,64 (0,94) | 2,36 (2,21) | 6,42 (6,41) |
Margt annað má nefna, þó það sé ekki gert hér. Jafnt starfsmenn sem sjálfboðaliðar í starfi kirkjunnar eru hverju starfi nauðsynlegir, sem og allir velunnarar. Fyrir þá alla þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa starfið í söfnuðunum og okkur öll.
18. apríl 2019.
____________________________
Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.