Skýrsla sóknarprests 2019

Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi.  Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.  Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi. 

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

2019 (2018)GuðsþjónusturBarnaguðsþjónusturAðrarÍ alltTil altarisKirkjugestir
Ingjaldshólskirkja12 (13)(5)2 (2)14 (20)61 (124)580 (724)
Ólafsvíkurkirkja35 (35)9 (-)4 (4)48 (39)211 (130)2199 (1781)
Í allt48 (48)6 (6)6 (6)59 (59)272 (254)1940 (2505)

Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf og kirkjukórar starfandi.  Í Ingjaldshólssókn er organisti, en í Ólafsvíkursókn er starfandi kórstjóri, en vantar organista frá síðustu áramótum.  Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuvörður í Ingjaldshólskirkirkju sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum. Frá því í desember hefur vatað kirkjuvörð í Ólafsvík og sóknarnefnd og prestur séð um það sem þarf að sinna. Bæta þarf úr því.

Önnur prestverk voru eftirfarandi:

2019 (2018)SkírnirFermingarBrúðkaupJarðar-farirKistu-lagningarJarð-settirÍ alltViðstaddir athafnir
Ingjaldshóls-sókn7 (5)5 (6)5 (1)4 (-)3 (-)2 (2)26 (14)1157 (326+)
Ólafsvíkursókn8 (7)13 (9)1 (5)5 (4)5 (2)1  (-)33 (27)1726 (1372)
Annars staðar(1)(1)(9)3 (-)4  (-) (-)7 (11)200+ (274+)
Í allt15 (13)18 (16)6 (15)4 (4)2 (2)2  (2)66 (52)3083+ (1972+)
Ekki er talið með viðstöddum ef athöfn fram fór í guðsþjónustu eða barnaguðsþjónustu.

(2019: Ein jarðsetning fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki.  Ein útför fóru fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki vegna sumarleyfis. Sóknarprestur jarðaði þrisvar sinnum utan prestakalls.) (2018: Engin athöfn fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki.  Tvær jarðsetningar og auk þess tvö brúðkaup fóru fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki. Sóknarprestur skírði og fermdi einu sinni utan prestakalls. Auk þess að messa tvisvar sinnum, gifta níu sinnum og vigja kirkjugarðsviðbót í afleysingu í Staðastaðarprestakalli.)

Annað starf.

Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf.  18 börn luku  fermingarfræðslu 2018-19.  9 fermingarbörn luku fermingarfræðslu vorið 2020.  Farið var í fermingarbarnamót að Úlfljótsvatni síðasta haust.  Fræðslutímar voru að jafnaði aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.

2019 (2018)IngjaldshólskirkjaÓlafsvíkurkirkja  Prestakallið allt
Kirkjukór294     (284)578     (578)872     (892)
Barnaguðsþjónusta     (71)123     (-)123     (71)
TTT      (-)     (-)
Æskulýðsstarf 213     (16)213     (16)
Skólaheimsóknir69     (62)25    (39)94     (101)
Foreldramorgnar 52     (62)52        (62)
Vinir í bata     (-)      (-)
Fermingarfræðsla 90     (252)90     (252)
Tónleikar–    (32)502     (609)502      (641)
Annað153    (41)323+784    (391+815)475+784     (432+815)
Í allt 516   (490)1906+784     (1947+815)2422+784    (2437+815)

Æskulýðs- og barnastarfið sá sóknarprestur um ásamt Lilju Þorvarðardóttir. Haustið 2019 var haldið glæsilegt landsmót í Ólafsvík og var sóknarprestur landsmótsstjóri.

Kirkjuskóli var í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudögum fyrir áramót, en 2-3 skipti í Ingjaldshólskirkju vorið 2020 og var þátttaka betri en undanfarin ár.  TTT lá niðri.  STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur. Umsjónarmaður með presti var Guðrún Kristinsdóttir.

Þátttaka í foreldramorgnum hefur minnkað undanfarin ár.

Starfið Vinir í bata lá niðri á árinu.  Lionsklúbbur Ólafsvíkur og kvenfélag Ólafsvíkur funduðu í safnaðarheimili í Ólafsvík.  Eins voru safnaðarheimilin leigð út til funda og veisluhalds.

Árlega er guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ.  Vikulega var farið á Jaðar og í heimsókn.  Þar að auki voru helgistundir að jafnaði einu sinni í mánuði auk athafna á hátíðum.  Haldnar voru nokkrar minningarstundir.

Sóknarprestur húsvitjaði 42 sinnum á árinu og sinnti 13 viðtölum og útköllum.

Fastir viðtalstímar voru í kirkjunum og viðhaldið heimasíðu fyrir prestakallið, kirkjanokkar.is og fermingarsíðu, kver.kirkjanokkar.is.

Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.

Tölfræði.

Aðsókn 2019Fjöldi%Í alltGuðsþjónusturPrestverkFélagsstarfÍ allt
Ingjaldshólssókn Íbúar  (2018)494 (496) 2253 (1540)1,17 (1,46)2,34 (0,66)1,04 (0,99)4,56 (3,10)
Ólafsvíkurkirkja Íbúar  (2018)1035 (1019) 6615 (5915)2,12 (1,75)1,67 (1,35)2,45 (2,71)6,26 (5,80)
Prestakallið allt Íbúar  (2018)1529 (1515) 8868 (7455)1,82 (1,65)1,89 (1,12)2,00 (2,15)5,80 (4,92)
Ingjaldshólssöfnuður (2018)342 (342)67 (69)2253  (1540)1,70 (2,12)3,38 (0,95)1,51 (1,43)6,59 (4,75)
Ólafsvíkursöfnuður (2018)693  (692)68 (68)5831 (5100)3,17 (2, 57)2,49 (1,98)2,53 (2,81)8,41 (7,37)
Báðir söfnuðir (2018)1035 (1034)68 (68)8084 (6640)2,69 (2,42)2,79 (164)2,20 (2,36)7,81 (6,42)
Í töflunum kemur fram hversu oft hver íbúi eða safnaðarmeðlimur sækir starfið að meðaltali á ári og hversu stórt hlutfall íbúa er í Þjóðkirkjunni.  Í félagsstarfi eru ekki aðrir tónleikar eða annað ótengt kirkjunni.

Margt annað má nefna, þó það sé ekki gert hér.  Jafnt starfsmenn sem sjálfboðaliðar í starfi kirkjunnar eru hverju starfi nauðsynlegir, sem og allir velunnarar.  Fyrir þá alla þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa starfið í söfnuðunum og okkur öll.

17. september 2020.

____________________________

Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Gestir:1008 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626187