Starfið í kirkjunum hefur verið að miklu leyti litað af samkomutakmörkunum vegna farsóttar. Vegna þess höfum við þurft að grípa til nýjunga og breytinga, eins og að taka upp og streyma athöfnum til safnaðarins. Mikið verk hefur verið unnið til að koma upp búnaði og enn ekki klárað að setja upp búnaðinn að fullu í Ingjaldshólskirkju og í Ólafsvík á alveg eftir að setja upp búnaðinn, það hefur haft áhrif á gæði þjónustunnar og nauðsynlegt til framtíðar að hafa tæknimann við stærri athafnir. Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt. Starfið í Brimilsvallakirkju lá niðri vegna farsóttar, nema einkaathafnir.
Biskup Íslands vísiteraði prestakallið í febrúar. Sóknarprestur þurfti að flytja úr prestsetri vegna myglu í febrúar til júní 2020 og aftur í janúar 2021. Enn eru framkvæmdir ekki lokið. Sóknarprestur fór í viðtal í Morgunblaðið í október vegna óánægju með samskipti við kirkjustjórn og hrikalegs ástands innan Þjóðkirkjunnar. Ekki hefur verið brugðist við þeirri gagnrýni eða hlustað á athugasemdir, en viðtalið hefur opnað fyrir umræðu vegna ástandsins, sem heldur áfram að versna, en vonandi verður farið í nauðsynlegar breytingar sem fyrst innan kirkjunnar.
Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:
2020 (2019) | Guðsþjónustur | Barnaguðsþjónustur | Aðrar | Í allt | Til altaris | Kirkjugestir |
Ingjaldshólskirkja | 12 (12) | 0 (0) | 2 (2) | 14 (14) | 21 (61) | 150 (580) |
Ólafsvíkurkirkja | 35 (35) | 9 (9) | 4 (4) | 48 (48) | 103 (211) | 812 (2199) |
Í allt | 48 (47) | 6 (9) | 6 (6) | 59 (62) | 124 (272) | 962 (2779) |
Í báðum sóknunum er öflugt tónlistarlíf og kirkjukórar starfandi, eins og sóttvarnareglur hafa leyft. Í Ingjaldshólssókn er organisti, en í Ólafsvíkursókn er starfandi kórstjóri, en vantar organista frá þar síðustu áramótum. Við kirkjurnar starfa einnig öflugir meðhjálparar og kirkjuvörður í Ingjaldshólskirkju sem gott er að leita til ásamt sjálfboðaliðum. Allt árið vantaði kirkjuvörð í Ólafsvík og sóknarnefnd og prestur séð um það sem þarf að sinna. Bæta þarf úr því.
Streymi: Í Ingjaldshólskirkju var streymt 4 helgistundum og voru skoðuð 419 sinnum. 2 einkaathafnir voru streymdar með 53 skoðunum. Í Ólafsvíkurkirkju var streymt 7 helgistundum og voru skoðuð 179 sinnum. 1 einkaathöfn var streymd með 355 skoðunum.
Önnur prestverk voru eftirfarandi:
2020 (2019) | Skírnir | Fermingar | Brúðkaup | Jarðar-farir | Kistu-lagningar | Jarð-settir | Í allt | Viðstaddir athafnir |
Ingjaldshólssókn | 7 (7) | 2 (5) | 3 (5) | 6 (4) | 4 (3) | 0 (2) | 22 (26) | 553 (1157) |
Ólafsvíkursókn | 2 (8) | 7 (13) | 1 (1) | 5 (5) | 4 (5) | 0 (1) | 19 (33) | 809 (1726) |
Annars staðar | 2 (-) | – (-) | – (-) | 2 (3) | 2 (4) | 1 (-) | 7 (7) | 344 (200+) |
Í allt | 11 (15) | 9 (18) | 4 (6) | 13 (12) | 910 (12) | 1 (3) | 48 (68) | 1706 (3083+) |
(2019: Ein útför og kistulagning fór fram í Ólafsvíkurkirkju sem sóknarprestur annaðist ekki. Sóknarprestur skírði tvisvar, jarðaði og jarðsetti einu sinni utan prestakalls.) (2019: Ein jarðsetning fór fram í Ólafsvíkursókn sem sóknarprestur annaðist ekki. Ein útför fóru fram í Ingjaldshólssókn sem sóknarprestur annaðist ekki vegna sumarleyfis. Sóknarprestur jarðaði þrisvar sinnum utan prestakalls.)
Annað starf.
Í kirkjunum fór fram margt annað safnaðarstarf. 9 börn luku fermingarfræðslu 2019-20. 15 fermingarbörn luku fermingarfræðslu vorið 2021. Ekki var farið í fermingarbarnamót síðasta haust vegna farsóttar. Fræðslutímar voru að jafnaði aðra hverja viku í Ólafsvíkurkirkju.
2020 (2019) | Ingjaldshólskirkja | Ólafsvíkurkirkja | Prestakallið allt |
Kirkjukór | 156 (294) | 232 (578) | 388 (872) |
Barnaguðsþjónusta | 0 (-) | 9 (123) | 9 (123) |
TTT | – (-) | – (-) | |
Æskulýðsstarf | 31 (213) | 31 (213) | |
Skólaheimsóknir | 45 (69) | 39 (25) | 84 (94) |
Foreldramorgnar | – (52) | – (52) | |
Vinir í bata | – (-) | – (-) | |
Fermingarfræðsla | 237 (90) | 237 (90) | |
Tónleikar | – (-) | – (502) | – (502) |
Annað | 60 (153) | 140+573 (323+784) | 200+573 (475+784) |
Í allt | 261 (516) | 688+573 (1906+573) | 949+573 (2422+784) |
Æskulýðs- og barnastarfið sáu Elín Sigurveig Jónsdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir um, ásamt sóknarpresti. Haustið 2020 var landsmót á netinu, en starfið var markað af samkomutakmörkunum. Mikill kraftur er í starfsmönnum í barna- og æskulýðsstarfinu
Kirkjuskóli var ekki í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudögum fyrir áramót vegna samkomubanns, en 2 skipti í Ingjaldshólskirkju vorið 2021, en ekki fékkst þátttaka þar. TTT lá niðri. STN (sex til níu ára starf) var ekki starfrækt í vetur. Umsjónarmaður með presti var Guðrún Kristinsdóttir.
Þátttaka í foreldramorgnum hefur minnkað undanfarin ár og lá niðri vegna farsóttar.
Starfið Vinir í bata lá niðri á árinu. Lionsklúbbur Ólafsvíkur og Kvenfélag Ólafsvíkur funduðu í safnaðarheimili í Ólafsvík. Eins voru safnaðarheimilin leigð út til funda og veisluhalds. Rómversk kaþólska kirkjan messaði 14 sinnum.
Guðsþjónusta á uppstigningardag með eldri borgurum í Snæfellsbæ féll niður vegna samkomutakmarkanna. Vikulega var farið á Jaðar og í heimsókn á meðan heimilt var. Eins var með mánaðarlegar þar auk athafna á hátíðum. Haldnar voru nokkrar minningarstundir. Sóknarprestur húsvitjaði 25 sinnum á árinu og sinnti 12 viðtölum og útköllum.
Fastir viðtalstímar voru í kirkjunum og viðhaldið heimasíðu fyrir prestakallið, kirkjanokkar.is , fermingarsíðu, kver.kirkjanokkar.is og upplýsingasíðu vegna hjónavígslna weddings.kirkjanokkar.is.
Sóknarprestur sá um utanumhald á starfi sóknarsamlags Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna.
Tölfræði.
Aðsókn 2020 | Fjöldi | % | Í allt | Guðsþjónustur | Prestverk | Félagsstarf | Í allt |
Ingjaldshólssókn Íbúar (2019) | 512 (494) | 964 (2253) | 0,29 (1,17) | 1,08 (2,34) | 0,51 (1,04) | 1,88 (4,56) | |
Ólafsvíkurkirkja Íbúar (2019) | 1026 (1035) | 2882 (6615) | 0,79 (2,12) | 0,79 (1,67) | 1,23 (2,45) | 2,81 (6,26) | |
Prestakallið allt Íbúar (2019) | 1538 (1529) | 3846 (8868) | 0,63 (1,82) | 0,89 (1,89) | 0,99 (2,00) | 2,50 (5,80) | |
Ingjaldshólssöfnuður (2019) | 332 (342) | 65 (67) | 964 (2253) | 0,45 (1,70) | 1,67 (3,38) | 0,79 (1,51) | 2,90 (6,59) |
Ólafsvíkursöfnuður (2019) | 691 (693) | 67 (68) | 2309 (5831) | 1,18 (3,17) | 1,17 (2,49) | 1,00 (2,53) | 3,34 (8,41) |
Báðir söfnuðir (2019) | 1023 (1035) | 67 (68) | 3273 (8084) | 0,94 (2,69) | 1,33 (2,79) | 0,93 (2,20) | 3,20 (7,81) |
Margt annað má nefna, þó það sé ekki gert hér. Starfið byggir á áhuga safnaðarins og þekkingu og áhuga starfsmanna og sjálfboðaliða, sem og allra velunnara. Fyrir það þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa starfið í söfnuðunum og söfnuðina.
16. apríl 2021.
____________________________
Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.