Kirkjukór Ólafsvíkur stefnir á Þýskaland

Félagar í Kirkjukór Ólafsvíkur hófust handa við fjáröflun um síðustu helgi. Kórfélagar ætla að leggja land undir fót á næsta ári og er stefnan tekin á Þýskaland. Þar ætlar kórinn að halda tónleika og fleira til gamans. Að þessu sinni voru bakaðir kanilsnúðar og hjónabandssælur sem kórinn vonar að renni ljúflega niður hjá þeim sem keyptu. Margt fleira er framundan hjá kórnum og æfir hann stíft þessa dagana fyrir árlega jólatónleika sína sem haldnir verða í byrjun desember.

Frétt) úr Skessuhorni.

Gestir:916 Gestir í dag: 2 Gestir í allt: 2626293