Kirkjukór Ólafsvíkur heldur jólatónleika og gefur út disk

Starfið hjá Kirkjukór Ólafsvíkur er fjölbreytt þessa dagana. Kórinn æfir af fullum krafti fyrir jólatónleika sem haldnir verða fimmtudaginn 12. desember í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:30.  

Fyrstu heimildir um tilvist Kirkjukórs Ólafsvíkur eru frá árinu 1893 og saga kórsins því 120 ára. Geisladiskur kórsins; Íslensk & þýsk jól, sem tekinn var upp í janúar 2012, er nú kominn út..

Á disknum má finna, eins og nafnið gefur til kynna, bæði íslensk og þýsk jólalög.

Diskurinn verður seldur í Pakkhúsinu, Versluninni Hrund og við innganginn á tónleikunum.

Byggt á frétt í Skessuhorni.  Myndin sem fylgir fréttinni er þaðan einnig.

Gestir:1148 Gestir í dag: 1 Gestir í allt: 2626400