Kirkjukór Ólafsvíkur auglýsir eftir söngfólki

Kæru bæjarbúar. Nú er nýtt starfsár Kirkjukórs Ólafsvíkur að hefjast og leitað er eftir nýjum félögum í kórinn. Viljum við hvetja þá sem hafa áhuga að syngja með okkur að hafa samband við Veronicu Osterhammer stjórnanda kórsins eða að mæta á æfingu sem verða á hverjum fimmtudagi í vetur kl 20,00 í Safnaðarhemili Ólafsvíkurkirkju. Fyrsta æfingin er fimmtudagskvöldið 11. sept. Einnig er hægt að hafa samband við þau Erlu Höskuldsdóttur, Guðlaugu Ámundadóttur og Pétur S. Jóhannsson. Það er margt á döfinni hjá kórnum ma tónleikaferð til Þýskalands næsta haust auk jóla og vortónleika. Sjáumst hress og kát.

Stjórn Kirkjukórs Ólafsvíkur

Gestir:876 Gestir í dag: 3 Gestir í allt: 2626319